Það að Bændasamtök Íslands sjái sér fært að styrkja stjórnmálasamtökin Heimssýn sérstaklega er ákaflega merkileg staðreynd. Sem meðlimur í Bændasamtökum Íslands verð ég að mótmæla því harðlega að fé okkar félagsmanna sé notað í þessum tilgangi.
Ég veit að líklega er meirihluti félagsmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Hvergi hefur þó verið samþykkt af félagsmönnum Bændasamtaka Íslands að styrkja stjórnmálasamtök sérstaklega. Svo veit ég ekki betur en Bændablaðið sé rekið að miklum hluta fyrir ríkisstyrki. Þannig að siðferðilega orkar ákvörðun stjórnenda Bændasamtakanna mjög tvímælis, og vonandi verður þetta pólitíska prump dregið tilbaka.
5 ummæli:
Það er sjónarmið út af fyrir sig að félagasamtök eigi ekki að fá styrk nema til ákveðinna verkefna sem styrkveiteindur leggja blessun sína yfir fyrirfram.
Félagasamtök hafa “skoðanir”, enda stofnuð til að berjast fyrir ákveðnum málstað.
Ef bændasamtökunum verður bannað að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir með ýmsu móti verður jafnt yfir alla að ganga. Það kostar að minnsta kosti laun starfsmanna styrktra félagasamtaka sem berjast fyrir pólitík þeirra.
Örfá dæmi um félög sem sinna ákveðinni pólitík:
*Bændasamtökin eru á móti aðild að ESB og fara ekki í launkofa með þá skoðun.
*Stígamót eru í pólitískri baráttu gegn “óvinum” kvenfrelsis, nú síðast var þess krafist að Valtýr Sigurðsson ríkissaknsóknari segði af sér.
*SÁÁ stunda áfengispólitik sem fer ekkert endilega saman við skoðanir skattgreiðanda / almennings.
*Þjóðkirkjan hefur skoðanir á ýmsu milli himins og jarðar og á í deilum við fólk sem vill aðskilnað ríkis og kirkju. þjóðkirkjan styrkir svo önnu samtök og einstaklinga.
Auk þess fá rithöfundar og listamenn laun / styrk án þess að að þeir þurfi að fá leyfi fyrir skoðunum sínum hjá hinu opinbera. Þeir mega styrkja stjórnmálaflokk án þess að biðja um leyfi.
Hvernig á að bregðast við þessu “hneyksli”? Koma á öflugu eftirliti hins opinbera? Eða hætta að styrkja felagasamtök?
Það kostar peninga að reka pólitík félagsamtaka og að sjálfssögu eiga þau skoðanasystkyni sem fá beinan og óbeinan styrk sem ekki er svo auðveldlega metinn til fjár, jafnvel þótt ríkið kæmu á regluverki og nálaruagaeftirliti.
Benedikt nefnir hér mörg önnur frjáls félagasamtök, en þó er einn stór munur á Bændasamtökunum og þeim sem hann minnist á.
Bændur hafa ekkert val um aðild sína að bændasamtökunum, og eru tilneyddir að leggja þeim til sjálfsaflafé.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað talið slíka skylduaðild brjóta gegn félagafrelsi manna, er þá litið sérstaklega til þess hvort samtökin sem um ræðir séu pólitísks eðlis. Leiðir skylduaðild að slíkum samtökum til þess að einstaklingar eru neyddir til að styðja málstað sem þeir eru ekki fylgjandi, líkt og í tilviki Einars.
Má sjá þessa niðurstöðu í MDE í Máli Sigurðar Á. Sigurjónssonar.
Er munur á slíkum styrkjum hvort þeir komi frá sameiginlegum sjóðum ríkisins, eða skattpíndum félagsmönnum, líkt og í tilviki Bændasamtakanna.
Held reyndar að ekkert félag af ofantöldu hjá þér, Bendedikt, gefi út ríkisstyrkt vikublað með öflugri dreifingu og gefi ókeypis auglýsingar til stjórnmálaafla.
mbk
Einar Ben
Utan að í Bændablaðinu birtast vikulega pistlar gegn aðild að ESB, og hef ég ekkert við þá ritstjórnarlegu afstöðu að athuga.
mbk
Einar Ben
Frábær pistill Einar og mjög góð ábending. kv úr borginni
Kolbeinn Marteinsson
Skrifa ummæli