fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Ömmi öskrar af schnilld

Ögmundur fær rúmlega tuttugu prik í kladdann fyrir að tala um hluti sem skipta máli.

Hámarksvextir = 2% á verðtryggð lán = Hallelúja

Auðvitað hlýtur hann að taka málið upp í ríkisstjórn og leggja fram frumvarp á Alþingi, sem að sjálfsögðu ætti að vera meirihluti fyrir ef skoðað er hvað þingmenn hafa sagt um þessi mál.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi tillaga um að færa vexti niður í 3% er sögð kosta 240 milljarða. Þá kostar niðurfærsla í 2% væntanlega 360 milljarða. En ég er samt viss um að þetta er skynsamlegasta leiðin og vonandi fylgir Ögmundur þessum hugleiðingum sínum eftir. Þegar nánar er skoðað segir nefndin að þetta kosti 24 milljarða á ári, að lækka niður í 3 %. Er það ekki viðráðanlegt fyrir banka, sem fengu skuldir á niðursettu verði, þurfa þeir nokkuð að innheimta 100 % fyrst þeir fengu skuldirnar á 50 %??

Einar sagði...

Já hvern kostar það 240 milljarða? Það er stóra spurningin?

Ef það kostar 240 milljarða, þá eru það líklega milljarðar sem búið er að færa úr vasa almennings í vasa fjármagnseigenda.

240 milljarða kostnaðurinn er þá reiknaður þannig að einhver fær ekki fyrirfram ímyndaða vexti. Þ.e. peningar sem hafa aldrei verið til. Peninga sem aldrei hafa verið til, er auðveldast að afskrifa.

Króna/EURO