miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Að skrifa "fréttir" með rassgatinu

Rakst á þessu "stórbrotnu" frétt á dv.is.

Fréttin er svohljóðandi: "Knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Stoke, Tony Pulis, segir að það gæti liðið heill mánuður áður en Eiður Smári Guðjohnsen fótboltamaður verður kominn í nógu gott form. Pulis segist undrandi á því hvernig standi á því að Eiður sé í svo lélegu formi.

Pulis segist hafa sagt Eiði frá því að hann væri alltof þungur til að fara að spila í ensku úrvalsdeildinni. Stoke keypti til sín Eið á síðasta degi leikmannakaupa í Bretlandi og gerðu við hann eins árs samning."

Fréttin er einhver sú vinsælasta á fréttavef dv í dag.

Nú langar mig að vita eitthvað sem "blaðamaðurinn" Aðalsteinn Kjartansson getur alls ekki sagt frá í fréttinni. Var Tony Pullis viðmælandi blaðamanns, eða hvar lét hann ummælin falla? Tók Aðalsteinn viðtal við Pullis, eða var hann að lesa erlenda vefsíðu? Hvenær lét viðmælandinn orðin falla? Ef Aðalsteinn starfar sem þýðandi hjá dv.is, væri þá ekki lagi að geta þess hver í raun og veru skrifaði "fréttina" áður en hún var "íslenskuð"?

En líklega var Aðalsteinn að skrifa með rassgatinu, og situr stoltur eftir dagsverkið - hugsar sem svo: "Ég skrifaði eina heitustu frétt á dv.is í dag."

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Smá gúggl: Þetta er hér http://www.dailystar.co.uk/football/view/161227/Stoke-s-Tony-Pulis-tells-Eidur-Gudjohnsen-Pull-your-weight/

Einar Ben sagði...

já - nákvæmlega, þannig að "blaðamaðurinn" starfar í raun sem þýðandi.

Pétur Maack sagði...

ahh,

Nafnlaus stal þrumunni minni.
En þetta er þörf og góð ábending Einsi. Erlendar fréttir íslenskra blaða og vefmiðla hafa verið svona alla tíð

Króna/EURO