fimmtudagur, 6. janúar 2011

Enginn Adolf!

Ekkert er betra en að heyra ástkæra og ylhýra íslenskuna, við flughlið nr. 26, þegar maður hefur verið nokkra daga á erlendri grund - og er á leiðinni heim. Þegar ég heyri móðurmálið á ný skil ég ættjarðarljóðin þúsund og fimmtíu svo vel. Þá veit ég að ég er aðeins nokkur skref frá "heim". Heima er best.

_________

Fátt hefur breyst á einum mánuði. Fjölmiðlar eru í alvörunni ennþá að velta því fyrir sér hvað hjáseta þremenningana í VG þýðir "raunverulega" fyrir ríkisstjórnina.

_________

Páll Magnússon er raunverulega búinn að fatta hvað það er skítt að RÚV sýni ekki handboltaleiki í beinni útsendingu. Þegar það var ljóst fyrst varð ég fyrir talverðum vonbrigðum. Þá gerði Páll pirringslegar athugasemdir við sjónvarpsstöðina Stöð 2, en útskýrði ekki af hverju RÚV hefði misst af sjónvarpsréttinum. En horfum á björtu hliðarnar! Enginn Adolf Ingi! (hvaðan kom hann?).

_________

Einu sinni var Páll reyndar með rúmlega tvítugan mann í vinnu bakvið tjöldin við að reyna að fá GettuBetur yfir á Stöð 2 fyrir mörgum árum - þá flutti Páll ágætis fyrirlestra um hvers vegna ætti að leggja niður Ríkissjónvarpið, fyrir alla þá er heyra vildu.

Engin ummæli:

Króna/EURO