mánudagur, 24. janúar 2011

Þorskhausar

Fjári er ég hugsi yfir þessu. Æ, þið vitið krafan frá SA um að "eitthvað" þurfi að liggja ljóst fyrir vegna fiskveiðistjórnunar í Íslandi.

Svo beinn þrýstingur á eitt pólitískt þrætuepli er skrítið meðal. Eitthvað svo rangt við þetta.

Ja,. svona einhvern veginn eins og SA gæti lagt það næst á matardisk stjórnvalda að skilyrði gerðar kjarasamnings væri að fóstureyðingar yrðu bannaðar á Íslandi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skrúfaðu fyrir stofnlokann inn í húsið þitt og athugaðu svo hvort þú fáir vatn í klósettið, sturtuna vaskana eða garðslönguna.

Nafnlaus sagði...

skrítið komment, nafnlaus.

Málið snýst nefnilega ekki um stofnlokann, heldur virkni hans.

Fiskveiðar við Ísland munu ekki hætta - hvernig sem fiskveiðistjórnunarkerfið er.

Því er líkingin við að skrúfa fyrir röng. Líkingin væri réttari ef þú myndir tala um hvaða gerð af stofnloka sé, ekki hvort hann sé opinn eða lokaður.

með kveðjum frá Heywood Jablome

Nafnlaus sagði...

Það er rétt til getið hjá þér.

Þannig getur þú verið með 22mm rör inn að stofnloka sem er 22mm, skipt inn 12mm kúluloka í staðin. Farið svo og sturtað niður í klósettinu að því gefnu að enginn annar sé að vaska upp, í sturtu, þvo sér um hendurnar eða vökva blómin.

Verðmæti úr sjávarútvegi er ekki föst stærð, þú getur ekki gefið þér að 1 tonn af þorski gefi alltaf af sér jafn mikil verðmæti í kassann. Innan kvótakerfisins hafa útgerðir jafnt og þétt verið að auka verðmætin.

Svo stekkur sjávarútvegsráðherra til og þykist vita betur, kemur með barbabrellu sem heitir strandveiðar. Strandveiðar skiluðu 25% minni verðmætum en atvinnumenn skiluðu. (það er t.d. u.þ.b. 16,5mm loki í samlíkingunni).

Afkoma sjávarútvegs er háð gæðum, stöðugleika, afhendingaröryggi og fleiru. Ef þú eyðileggur það þá færðu ekki sama verð.

Fyrir daga kvótakerfisins gátu menn veitt að vild, en verðmætin voru ekki mikil. Kvótakerfið hefur s.s. stækkað stofnlokann, nú á að minnka hann aftur.

Íslendingar eiga rétt á því að þessi loki sé eins stór og hægt er.

Einar sagði...

Auðvitað er stofnloki ekkert smíðaður af guði frekar heldur en kvótakerfið.

Segjum sem svo að píparinn þinn hafi byrjað í pípulagningum árið 1979 og öðlast færni í að skrúfa saman hné og t-stykki. Áratug síðar hafi pípumálaráðherra ákveðið að einungis hann og tuttugu fimm aðrir píparar mættu taka að sér verkefni á sviði pípulagninga á Íslandi, hér eftir. Ef þær ákvæðu að hætta, mættu þeir selja leyfið öðrum, sem þá tæki við einkaleyfi pípulagningamanns.

Finndist þér óréttlátt ef þessi pípulagningamaður færi að keppa á opnum tilboð- og þjónustumarkaði?

Nafnlaus sagði...

spurning hvort pípulagningaleyfi frá pípulagningaráðuneytinu ætti ekki frekar að ganga kaupum og sölum frá ráðuneytinu sjálfu, heldur en að það verði erfðagóss, en kerfið óbreytt að öðru leyti?

Nafnlaus sagði...

Ef þessir píparar hafi verið á hausnum og ríkisstyrktir gæti maður skilið að pípulagningaráðherra setti fram kröfu um hagræðingu hjá pípurum. Starfandi píparar þyrftu sín á milli að hagræða, en nýjir píparar þyrftu að úrelda gamla pípara úr greininni og kaupa af þeim leyfið.

Króna/EURO