fimmtudagur, 27. janúar 2011

Kröfugerð

Á ég þá að fara í mál við alþingi? Búinn að "eyða" peningum í að keyra á kjörstað og fórna dýrmætum tíma mínum í að kynna mér NÚMER frambjóðenda. Þvílíkt tap - þvílík fórn.

Kröfugerð:

Kílómetragjald: 24 x 90kr = 2.160,-
Vinnutap: 3,4 klst = 24.970,-


Nei svona í alvöru talað. Ef einhverjir af þessum stjórnlagaþingsframbjóðendum vilja í alvörunni fara í skaðabótamál við alþingi þá hljóta þeir ekki mína meðaumkvun. Þeir verða bara að bjóða sig fram aftur.

Þetta er eins og að ætla í mál við Veðurstofuna þegar haustar of snemma.Engin ummæli:

Króna/EURO