mánudagur, 10. janúar 2011

Heyrnarlaust fólk

Í gær sagði Ólafur Margeirsson frá því í góðu viðtali í Silfri Egils að lífeyrissjóðakerfið muni ekki standast tímans rás - og hrynja. Nauðsynlegt væri að koma upp nýju lífeyrissparnaðarkerfi - SÉREIGN. Honum þykir ekki einu sinni heillavænlegt að plástra kerfið.

Þarf kannski ekki að koma á óvart. En ég held að enginn hafi heyrt þetta í REYND. Greyjið Ólafur þarf að mæta aftur í viðtal eftir 6-8 ár og reyna að svara þessari ósvaranlegu spurningu: "Af hverju hlustaði enginn á þig Ólafur Margeirsson, þegar þú settir fram gagnrýni á kerfið?"

Af hverju í ósköpunum hefur enginn ráðamaður verið spurður út í þetta nú á mánudagsmorgni? Af hverju í ósköpunum taka stjórnvöld ekki upp þráðinn við að rannsaka þetta fallvalta kerfi.

2 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Hann sagði líka að hagvöxtur skipti engu máli. Sem er líka alltaf verið að segja og gefur auga leið. En menn gefast ekki upp á að jarma um, samt.

Göngum á undan með góðu fordæmi.
Og hlustum.

Nafnlaus sagði...

Ólafur gerir þarna ekki greinarmun á almennu sjóðunum og ríkisstarfsmannasjóðum. Almennu sjóðirnir byggja á réttindasöfnun hvers einstaklings og ef söfnunin stenst ekki væntingar er hún skert. Það þekkja allir. Hættan liggur í ríkisstarfsmannasjóðunum, þar sem fólki eru tryggð réttindi sem nema prósentuhlutfalli af staðgengilslaunum. Það er hárrétt, sem Ólafur segir, að það geti aldrei gengið upp og það er í raun tímasprengja. Hvað sem Ögmundur segir.

Króna/EURO