fimmtudagur, 15. desember 2011

Mbl og stærðfræði

Þessi frétt mbl.is í dag:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/15/ibudalan_haekka_um_3_4_milljarda/

Þar er rætt um vísitölu neysluverðs og hvernig hún muni hækka um áramótin með hækkuðu áfengis- og tóbaksverði meðal annars. Alls muni vísitala neysluverð hækka um 0,2 prósentustig vegna bandorms ríkisstjórnarinnar.

Í fréttinni er sagt frá því að 10 milljón króna íbúðalán geti hækkað um 200 þúsund vegna þessa. Þetta er rangt reiknað. Hið rétta er að 10 milljón króna íbúðalán gæti hækkað um 20 þúsund vegna þessa. (1,002*10000000=10020000)

Gæti hafa munað einum aukastaf hjá blaðamanni. Gæti tekið að mér námskeið í verslunarreikningi í Hádegismóum.

Annars er ég brjálaður út í verðtrygginguna og finnst fáránlegt að ef einhver arabi í eyðimörkinni fer í vont skap, þá hækki olían og þar með lánin. Meikar varla nokkurn sense.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nóg er slæm verðtryggingin en að vera með yfir 4- 5 % vexti ofan á verðtryggingun er GAGA. þarf ekki að vera reiknishaus til að sjá það.Verðtryggð lán eru notuð í t.d Danmörku eitthvað í fyrirtækjalánum og þa með ca 1 % vöxtum.

Króna/EURO