Ég er farinn að taka þessu mjög persónulega. Það er verið að pönkast á mér. Daglega. Duglega. Ég er ósmurður.
Um áramótin heldur eineltið áfram og mun taka nýjar hæðir. Jóhanna er búin að fá sér "strap on" og ég ligg varnarlaus handjárnaður við rúmstokkinn, nánast eins og í myndinni "Karlmenn sem hata konur".
Þegar að ég held að hámarkinu sé náð er skattheimta af eldsneyti hækkuð. Svona eins og til reyta mig eins og gæs. Common, æðislegt. Leikskólagjaldið hækkar á sama tíma. Frábært. Svo skilst mér að tóbakið hækki líka - ég veit að ég er ófullkominn að neyta tóbaks og líklega heimskur, en þetta mun hækka skuldir nágranna míns í gegnum neysluvísitölu og verðtryggingu þrátt fyrir að hann hafi aldrei tekið smók á sinni ævi.
Ég er ógeðslegur ræfill sem leyfilegt er að pönkast á til æviloka, og ef ég sætti mig ekki við það - þá þarf ég að flytja til fokkings Noregs af öllum stöðum. Yndislegt.
En að sjálfsögðu er ég bara gramur ræfill sem er að væla á netinu, og hef örugglega misskilið þetta allt saman. Það er nú fullt af gáfaðra fólki sem bloggar á Eyjunni sem getur örugglega útskýrt þetta fyrir mér af hverju þarf endilega að vera pönkast á mér ósmurðum, og getur sagt mér að tæknilega sé það ekki raunin - þetta sé aðeins tímabundið ástand sem varir venjulega frá 25 ára til 62 ára aldurs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæll. Þú ættir að horfa á myndina einu sinni enn. Þá sérðu að blessunin hún Jónanna er ekki fær um þetta ein. Jafnvel þótt hún sé húsbónidi á sínu heimili. Hún þarf því líklega að kalla til nýmju gleraugun og einhverja vini. Lucky you. Lifi smurningin - hver en næstur
Skrifa ummæli