mánudagur, 12. desember 2011

Gunnarsstaðarökfræðin

Óvart las ég úr þessari frétt Eyjunnar um hvað Steingrímur frá Gunnarsstöðum sagði í þættinum Sprengisandi.

Þar vill Steingrímurinn meina að hann geti vart hætt í stjórnmálum með öll þessi verk á herðunum. Ef hann getur sagt: "Þetta tókst sem ég tók að mér", þá getur bara vel verið að hann sé sáttur við að hætta á einhverjum tímapunkti sem ég þekki ekki.

En ef honum tekst það ekki sem hann tók að sér, hver er þá eiginlega sáttur við að hann hætti ekki heldur haldi áfram!? Sá sem ekki getur það sem hann vill geta, á að sjálfsögðu að snúa sér að öðru. Ég vill endilega leiðrétta þessa Gunnarsstaðarökfræði, og hér með benda Steingrími á - sem er by the way mjög tíðrætt um þau skítverk sem hann er "lentur í" - s.s. benda honum á að skíturinn á Gunnarsstöðum er ennþá mokaður þótt hann sjái ekki um það. Þannig fyrirkomulag gæti verið mjög áhugavert í fjármálaráðuneytinu einnig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

“By the way", Einar Ben. Logic (λογική) virðist ekki vera þín sterka hlið, eða þú last um viðtalið við Steingrím eins og skrattinn les Bíblíuna. Það nálgaðist að vera Sisyphus verkefni, að taka til eftir spillingu og vanhæfni Sjallanna + hækjunnar. Ef þú hefur ekki enn áttað þig á þessu, áttu virkilega bágt "boy".

Haukur Kristinsson, Sviss

Einar sagði...

Takk fyrir þetta Haukur, það er vitað mál að ég á bágt. Annars er einnig augljóst að Sjallarnir stóðu sig líka illa.

Takk fyrir þessi ummæli Haukur.

Hafðu það gott í Sviss "singer".

Króna/EURO