föstudagur, 23. desember 2011

Efri millistétt gæti gert ALLSKONAR

Nú skilst mér að ég og margir aðrir úr "efri millistétt" séum í miklum vandræðum með að ná endum saman. Sérstaklega má þá nefna mig og Tryggva Þór Herbertsson. Báðir höfum við þurft að borga með okkur. (Skil reyndar ekki út á hvað hugtakið "að borga með sér" gengur út á.)


Ég held í þá von að kollegar mínir úr "efri millistétt" sem eru alþingismenn noti "stórkostlegar" gáfur sínar til að hækka virði launa sín - þrátt fyrir að kjararáð hafi aðeins hækkað þau lítillega. Þetta geta þingmennirnir úr "efri millistétt" auðveldlega gert með lagasetningum sem ganga út á eftirfarandi: Frystingu vísitölu til verðtryggingar, betri (annan) gjaldmiðil og ALLSKONAR!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða efri neðri milli þvættingur er kominn á kreik á Íslandi?

Hefur aldrei haft neina þýðingu hér og til þess mun aldrei koma.

Einar sagði...

gott að þetta hugtak fer í taugarnar á fleirum en mér.

Króna/EURO