fimmtudagur, 1. desember 2011

"latté lepjandi" draumurinn

Það er til ákveðinn þjóðfélagshópur sem er kallaður "latté-lepjandi". Ég hef undanfarin ár eytt ógrynni fjár til að reyna að tilheyra þessum hópi. Mestum hluta þessara fjármuna hef ég látið af hendi í Café-Valný á Egilsstöðum. Eigandi kaffihússins, Heba Hauksdóttir, hefur þó sagt við mig nýverið að ég geti ekki fallið inn í þá staðalímynd sem ég sækist eftir, þ.e. að tilheyra "latté-lepjandi". Til þess sé ég of almennur í klæðaburði og sé ekki nógu vel vaxin/safnaður skeggi. Þetta eru mér talsverð vonbrigði. Nú velti ég því fyrir mér hvort fjárútlátin hafi nú borgað sig, og hvort ég eigi nú að hætta að reyna að falla inn í "latté lepjandi" staðalímyndina og hætta að greiða fyrir svo gott kaffi. Kannski ef Heba væri sölumaður af guðs náð hefði hún látið í það skína að einhvern tíma, ef ég keypti nóg af þessum drykk, gæti ég tilheyrt "latté-lepjandi" hópnum.

Draumur minn um að verða "latté-lepjandi" virðist fjarlægur. Ég hef orðið þess áskynja að "latté-lepjandi" hugtakið snýst eiginlega ekkert um gott Café Latté.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nei það snýst um að búa í 101, þ.e. þú verður að flytja þangað og safna meira skeggi og kaupa palestínutrefil.

Atli Antonsson sagði...

En kannski er það besta sem getur gerst fyrir Austurland að fleiri safni skeggi og drekki caffe latte. Ekki gefast upp, safnaðu frekar skeggi

Sveinn Ólafsson sagði...

Heba þekkir sitt heimafólk, enda vann hún á besta kaffihúsi landsins fyrir aldamótin, í bakhúsi við Laugaveg 24.

Café Valný er sem betur fer alveg einstakur staður og verður að fara alla leið til Seyðisfjarðar til að finna annað eins.

kveðja, Sveinn Ólafsson

Króna/EURO