Taktu þér lán og kauptu þér skip og kvóta. Borgaðu af
láninu, borgaðu vextina og reyndu að láta viðskiptin ganga. Bættu við
kvótagjaldi og það verður erfiðara.
Kvótagjaldið, er ekki stórt vandamál, skipið er það ekki
heldur, mest þurfti að greiða fyrir kvótann.
Þess vegna verður aldrei sanngjarnri skattheimtu náð á
útgerðarmenn og konur nema með því að vinda ofan af kvótakerfinu og breyta því hægt og
örugglega í kvótaleigukerfi ríkisins. Aldrei fyrr en þá getur markaðurinn
greitt hárrétt verð fyrir náttúruauðlindina á hverjum tíma. Aldrei fyrr en þá
getur markaðurinn sjálfur greitt nákvæmlega rétt afgjald fyrir auðlindina. Aldrei
fyrr en þá verður hægt að segja að sönn frjálshyggja sé að verki í
sjávarútvegnum, þar sem lögmálið um framboð og eftirspurn ræður ferðinni.
1 ummæli:
Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti þjóðarinnar er sammála þér í meginatriðum. Breytingar á kvótakerfinu, í þá átt sem þú lýsir í pistli þínum er það sem fólk raunverulega vill. Veiðigjaldið sem átti að verða einskonar plástur á sárið dugir ekki til að græða sárið né nær það að færa þjóðinni rétt verð fyrir afnot af auðlindinni.
Toni.
Skrifa ummæli