Eftir EM í handbolta tók ég út úr favourites vefsíðuna "Í Blíðu og stríðu". Vonbrigðin voru þvílík. Svo virðist sem ég sé ekki einn af þessum heiðarlegu stuðningsmönnum íslenska liðsins. Er að spá í að horfa á leikinn gegn Suður-Kóreu eftir að hafa "haft annað að gera" þegar "strákarnir okkar" spiluðu fyrstu tvo leikina. Ráðgjafi minn segir reyndar að það geti boðað "slæma lukku". Hann segir: "Maður á engu að breyta milli sigurleikja." Þannig að ég þori varla að horfa leikinn gegn Suður-Kóreu.
______________________________
Enn er ruglað í borginni. Formaður Framsóknarflokksins virðist vera tilbúinn til að bjarga Sjálfstæðiflokknum út úr stærsta klúðri í íslenskri pólitík fyrr og síðar. Það væri mjög kristilegt að bjarga núverandi andstæðingi frá drukknun. En væri það hyggimannlegt?
Eða er Sjálfstæðiflokkurinn að nota Guðna Ágústsson til að berja Ólaf "Frímann" til hlýðni.
þriðjudagur, 12. ágúst 2008
föstudagur, 25. júlí 2008
Takmarkaður fjöldi frábærra?
Lenti á gáfumannaspjalli á dögunum. Upp úr viðmælanda mínum datt þetta:
"Við eigum einn ágætis fótboltamanna, kannski einn góðan gítarleikara í London, við áttum ágætis stangastökkvara fyrir nokkrum árum, einn fínan knattspyrnuþjálfara sem nú er búið að reka og einhvern tímann áttum við frábæran þrístökkvara. Af hverju í andskotanum skildum við þá eiga fullt af góðum ráðherrum og 63 þingmenn á heimsmælikvarða? Það kemur aldrei til greina!!"
Þetta meikaði sense þegar ég heyrði það.....
"Við eigum einn ágætis fótboltamanna, kannski einn góðan gítarleikara í London, við áttum ágætis stangastökkvara fyrir nokkrum árum, einn fínan knattspyrnuþjálfara sem nú er búið að reka og einhvern tímann áttum við frábæran þrístökkvara. Af hverju í andskotanum skildum við þá eiga fullt af góðum ráðherrum og 63 þingmenn á heimsmælikvarða? Það kemur aldrei til greina!!"
Þetta meikaði sense þegar ég heyrði það.....
föstudagur, 18. júlí 2008
Þjófnaður í kaupfélaginu
Varð vitni að þjófnaði í Kaupfélaginu. Mætti konu um þrítugt við innganginn, leit í augun á henni og fannst hún falleg. Hún leit á mig flóttalegum augum, og ég fékk á tilfinninguna að mér hefði verið of starstýnt á hana.
Ástæð flóttlegrar ásýndar hennar kom í ljós þremur sekúndum seinna. Þjófavarnarhlið Kaupfélagsins byrjaði að pípa. Ástæðan var einhver flík sem hún hafði greinilega falið illa undir þröngri peysunni sinni. Enginn afgreiðslukona/maður í kaupfélaginu leit við, og þjófurinn rölti sér í rólegheitunum út á stéttina fyrir utan, þar kveikti hún sér í þröngri Capri sígarettu.
Það er kaldhæðnislegt að eini glæpurinn sem ég hef orðið vitni að á Egilsstöðum, skuli vera framin af blökkukonu.
Ástæð flóttlegrar ásýndar hennar kom í ljós þremur sekúndum seinna. Þjófavarnarhlið Kaupfélagsins byrjaði að pípa. Ástæðan var einhver flík sem hún hafði greinilega falið illa undir þröngri peysunni sinni. Enginn afgreiðslukona/maður í kaupfélaginu leit við, og þjófurinn rölti sér í rólegheitunum út á stéttina fyrir utan, þar kveikti hún sér í þröngri Capri sígarettu.
Það er kaldhæðnislegt að eini glæpurinn sem ég hef orðið vitni að á Egilsstöðum, skuli vera framin af blökkukonu.
þriðjudagur, 24. júní 2008
föstudagur, 6. júní 2008
Landsbyggðarvæll dagsins
Stundum fæ ég kjánahroll. Núna eru íbúar Austurlands mjög reiðir yfir því að Iceland Express er hætt að fljúga milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. Ástæðan var léleg sætanýting og þ.a.l. taprekstur á flugleiðinni.
Í framhaldi af ákvörðun fyrirtækisins eru íbúarnir reiðir og telja sig vera misrétti beittir. Þetta sé móðgun við landsbyggðina. Iceland Express er í núna úthrópað svikafyrirtæki á Austurlandi.
En bíðum hæg. Eigendur Iceland Express hljóta að hafa aðeins einn drifkraft - og það er að hagnast. Hvers vegna eigum við hér á Austurlandi rétt á því að fyrirtæki þjónusti okkur og tapi á því? Við eigum ekki að gera slíkar kröfur á eigendur fyrirtækja, við eigum að gera kröfur á okkur sjálf og okkar samfélag.
Við sem getum ekki rekið veitingastaði, skyndibitastaði og bíóhús án þess að það fari allt á hvínandi kúpuna. Hvernig getum við ætlast til þess að eitthvað fólk í Reykjavík reki handa okkur flugfélag sér til skemmtunar og fjártjóns?
Þetta er hinn eini sanni landsbyggðarvæll, sem ég heyri vegna málsins.
______________________________
Núna eru fyrstu laxar sumarsins að koma að landi með öngul í kjaftinum. Fínt mál. Þetta með að sleppa laxinum, það hef ég aldrei skilið - alveg eins og að fara á gæsaveiðar með púðurskot! Alveg eins og að skjóta ísbjörn með deyfilyfi, ekkert fútt.
Í framhaldi af ákvörðun fyrirtækisins eru íbúarnir reiðir og telja sig vera misrétti beittir. Þetta sé móðgun við landsbyggðina. Iceland Express er í núna úthrópað svikafyrirtæki á Austurlandi.
En bíðum hæg. Eigendur Iceland Express hljóta að hafa aðeins einn drifkraft - og það er að hagnast. Hvers vegna eigum við hér á Austurlandi rétt á því að fyrirtæki þjónusti okkur og tapi á því? Við eigum ekki að gera slíkar kröfur á eigendur fyrirtækja, við eigum að gera kröfur á okkur sjálf og okkar samfélag.
Við sem getum ekki rekið veitingastaði, skyndibitastaði og bíóhús án þess að það fari allt á hvínandi kúpuna. Hvernig getum við ætlast til þess að eitthvað fólk í Reykjavík reki handa okkur flugfélag sér til skemmtunar og fjártjóns?
Þetta er hinn eini sanni landsbyggðarvæll, sem ég heyri vegna málsins.
______________________________
Núna eru fyrstu laxar sumarsins að koma að landi með öngul í kjaftinum. Fínt mál. Þetta með að sleppa laxinum, það hef ég aldrei skilið - alveg eins og að fara á gæsaveiðar með púðurskot! Alveg eins og að skjóta ísbjörn með deyfilyfi, ekkert fútt.
fimmtudagur, 5. júní 2008
Tunglið er ostur....
Þetta er skondin frétt um Kaþólikka á Íslandi, sem virðast ekki hafa nokkurn húmor fyrir því að jörðin er ekki flöt, heldur hnöttótt. Kannski þeir vilji rétta yfir Jóni Gnarr - og fá því hnekkt að jörðin er hnöttótt..... Kannski ætti hæstiréttur að úrskurða að tunglið er ostur.
_______________________________
Agli hinum Silfraða finnst lágkúrulegt að hvítabjörn skuli hafa verið drepinn norður í afdölum. Lágkúran er fólgin í áhyggjum borgarana af öryggi barna sinni, þess vegna var villdýrið skotið. Er þessi hugsunarháttur lágkúra hjá Mr. 101? Ætti hann að vera niður við tjörn að skjóta máva?
_______________________________
_______________________________
Agli hinum Silfraða finnst lágkúrulegt að hvítabjörn skuli hafa verið drepinn norður í afdölum. Lágkúran er fólgin í áhyggjum borgarana af öryggi barna sinni, þess vegna var villdýrið skotið. Er þessi hugsunarháttur lágkúra hjá Mr. 101? Ætti hann að vera niður við tjörn að skjóta máva?
_______________________________
mánudagur, 26. maí 2008
Valtýr á grænni treyju
Mikið afskaplega er hressandi að heyra Valtýr Björn Valtýsson tala um íþróttir í Ríkissjónvarpinu. Ráðning Valtýs Björns er vísast til sú snjallasta á íþróttadeildinni frá því Bjarni Felixson var ráðinn á sínum tíma.
Þeir eru nokkrir íþróttafréttamennirnir sem hafa reynt fyrir sér á RÚV í gegnum tíðina - sumir af þeim afar slakir.
__________________________________
Þeir eru nokkrir íþróttafréttamennirnir sem hafa reynt fyrir sér á RÚV í gegnum tíðina - sumir af þeim afar slakir.
__________________________________
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)