laugardagur, 24. maí 2008

Kaupstaðarferð bónda í Skriðdal

"Hver er þessi John Fogerty?" missti ég út úr mér á dögunum.

Bóndi í Skriðdal hafði tilkynnt mér að hann hyggðist rífa sig upp úr sauðburði, frá kasóléttri eiginkonu sinni og frá þjálfun hrossa fyrir kynbótasýningar til þess eins að fara á tónleika með John Fogerty. "Veistu yfirleitt hver þessi John Fogerty er?" spurði ég.

Bóndinn varð frekar svekktur yfir þekkingarleysi mínu á þessum John Fogerty. Bóndinn er núna kominn heim - einstaklega montinn yfir því að hafa hitt fallega og fræga fólkið í Reykjavík. Hann hafði spjallað við DR. Gunna þegar hann fékk sér að reykja fyrir utan á tónleikunum hjá John Fogerty. Bóndinn var enn montnari yfir því að DR. Gunni trúði því ekki að hann væri bóndi.

"Maður þarf nú ekkert að vera kiðfættur með krippu til að vera bóndi." segist bóndinn hafa sagt við DR. Gunna. "Við vorum aðalmennirnir þarna á stéttinni fyrir utan, ég og sko DR. Gunni." bætti bóndinn við.

Engin ummæli:

Króna/EURO