Rak augun í Séð heyrt nr. 11 árið 2008 þegar ég sat á tannlæknastofunni og beið eftir að sonur minn kæmi út með himinháann reikning í höndunum.
Þar vakti sérstakan áhuga minn grein um lífskúnsterinn Egill Helgason, sem oft er kenndur við Silfur Egils. Veifaði hann þar til ljósmyndunar skó sem hann taldi vera fágæta. Skóna sagði hann heita Outback og vera Ástralska. Hann segir frá því í Séð og Heyrt hversu mikið hann þarf að hafa fyrir því að útvega sér slíka skó í erlendri sérverslun.
Vildi bara benda Agli á að skórnir sem heita Redback, og þá er hægt að fá í næstum öllum hestavöruverslunum á Íslandi. Það er hægt að velja um hvort þeir eru með stáltá eða ekki, og hvort þeir eru með fínu eða grófu mynstri.
Þannig að í guðanna bænum Egill, ekki eyða peningum í flugfar til Evrópu til að kaupa þér bóhemíska skó - sem hægt er að fá víðast hvar á Íslandi. Á reyndar svona skó - og mæli með þeim líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ertur á segja með þessu að Egill sé ekki eins mikill heimsborgari og hann vill láta, þetta minnir á heimsborgarann í Iceland Express auglýsingunum
http://www.baldvinogthorvaldur.is/fatnadur/skor_og_stigvel/?ew_1_cat_id=1965&ew_1_p_id=13370
Nei alls ekki. Er bara að benda Agli á að hann getur keypt sér svona skó á Íslandi.
Skrifa ummæli