föstudagur, 2. maí 2008

Að sleikja skó kvalara síns

Rakst á litla frétt í einhverju blaði í dag eða gær, sem fjallaði um að Hekla hefur lækkað verð á innfluttum bílum. Lækkunin er semsagt allt að 17% og er mishá eftir bíltegundum. Mesta lækkunin var á lúxusvörunni Audi.

Fyrsta spurningin sem vaknar er sú hvers vegna fyritæki getur lækkað verða á vöru þegar gengi krónunnar er búið að falla um tugi prósenta á stuttum tíma. Er þetta merki um að það er búið að vera óvenju há álagning á vöru fyrirtækisins í talsverðan tíma? Svo há að þótt virði krónunnar falli þá sé samt svigrúm til lækkunar?

Ef ég hlypi til og keypti mér bíl - Væri ég þá að sleikja skó kvalara míns?

Ég veit það ekki, en pæli í því.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertur á segja með þessu að Egill sé ekki eins mikill heimsborgari og hann vill láta, þetta minnir á heimsborgarann í Iceland Express auglýsingunum

http://www.baldvinogthorvaldur.is/fatnadur/skor_og_stigvel/?ew_1_cat_id=1965&ew_1_p_id=13370

Króna/EURO