mánudagur, 18. ágúst 2008

Prumpar nærbuxnalaus

Opið bréf til viðskiptaráðherra
Einfalt reikningsdæmi – að þessu tilefni:


Eitthvað sem kostar 100 kall. 20% verðsins er álagning eða 20 kall.

Eitthvað sem kostar 150 kall. 20% verðsins er álagning eða 30 kall.


EÐA


Innkaupsverð 50 kall + 20% álagning = 60 kall (10 krónur í álagningu)

Innkaupsverð 70 kall + 20% álagning = 84 kall (14 krónur í álagningu)


Niðurstaða = Álagningarprósenta hefur ekki hækkað, en álagningarkrónum hefur fjölgað við hækkun innkaupsverðs.


Þarf hæstvirtur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að fara á námskeið í einföldum reikningi í Réttarholtsskóla? Eða vill hann einfaldlega setja lög sem banna að álagning sé reiknuð út í prósentum?


Ætlar Björgvin þá að binda virðisaukaskatt við fasta krónutölu? Eða vill hann byggja skattheimtu á fastri krónutölu? Nei líklega ekki. Að minnsta kosti þarf maðurinn að útskýra betur hvað hann eiginlega meinar. Þótt olíufélögum sé jafnilla treystandi og öðrum aðilum á markaðnum – þá held ég að nú sé Björgvin að reka við nærbuxnalaus.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú semsagt ert á því að fyrirtæki eigi að græða meira á hverri einingu eftir þvi sem hún hækkar í innkaupum. Furðuleg hagfræði það. Þá mundu náttúrulega allir reyna að kaupa inn sem dýrast því þeir geta treyst því að samkeppnisaðilar geri það líka.
Held að fyrirtæki í alvarlegri samkeppni noti ekki flata prósentu álagningu á vörur sína.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki furðuleg hagfræði. Þannig virka öll viðskipti. Ef að innkaupsverð hækkar t.d. þá eykst fjárþörf fyrirtækis. Það veldur því að vaxtakostnaður fyrirtækisins hækkar í krónum talið og eykst þar með verulega per seldan líter. Ef að álagning er fest í krónutölu þá mun það valda skorti á eldsneyti þegar innkaupsverðið fer yfir ákveðin mörk því þá tapar fyrirtækið á því að selja næsta lítra.

Nafnlaus sagði...

Olíufélög hafa sameinað krafta sína á erfiðum tímum.Við neytendur finnum þess vegna fyrir dálítilli tortryggni í þeirra garð ....þetta með samkeppnina,sko

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus nr. 1: Þér er svarað ágætlega af IG. Lykilatriðið er að við hátt vaxtastig eykst álagningarþörf fyrirtækja í prósentum talið. Það þarf engan geimvísindamann til að sjá það.

Króna/EURO