fimmtudagur, 5. febrúar 2009

Flenging á Austurvelli

Ég bíð afskaplega rólegur eftir að Samfylkingin slái skjaldborg um heimilin í landinu. Enn þá rólegri er ég yfir ástandinu í þjóðfélaginu. Ég er salí rólegur þótt bankarnir vinni eins og einkahlutfélög þótt í eigu ríkisins séu. Það rennur ekkert hraðar í mér blóðið þótt að nýr forseti alþingis hafi verið kosinn, sem ég hafði ekki heyrt nefndan áður.

_________

Ég veit að stjórnvöld eru ráðalaus, og það er ég líka. Ég fékk þó örlætis tilfinningu um snefil af réttlæti þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum eftir eigin gjörðir. Þeir höfðu boðið mér á sjóferð á götóttu fleyi án björgunarbáts - svona til að gíra upp latar krónur.

_________

Ég get alveg beðið í nokkur ár eftir þessari svokölluðu Skjaldborg um íslensku heimilin. Næsta tölublað Herðubreiðar mætti útlista þær hugmyndir, svo að maður viti að þær séu til.

__________

Feiti og stóri strákurinn sem hefur staðið ofan á litlu börnunum, lamið þau og rifið af þeim nestispeningana, grenjar við alþingisdyrnar þessa dagana og vænir litlu börnin um valdagræðgi. Svona spikdrengir eiga að vera í skammarkróknum.

__________

Hvað ætli myndu mæta margir ef auglýst yrði opinber flenging Jóns Ásgeir og Davíðs á Austurvelli á laugardaginn. Ég var að spá í svona 5 flengingum á beran bossann, er það of mikið?

__________

Engin ummæli:

Króna/EURO