föstudagur, 6. febrúar 2009

Hvísl dagsins....

Áhugavert hvernig AMX.is (bloggvefur hægri-manna) gerir sig breiðan í fuglahvísli sínu, og virðist hafa tekið sér hlutverk sem einhverskonar "yfirlögga" á fréttamenn og fara meira að segja ekki mjög fínt í það. Svona eins og "Arnar Gauti" tískuheimsins.

Nú fara þeir frekar hörðum höndum um blaðamann mbl.is og kalla þar að auki mann sem hefur fengið hraðakstursbrot "dæmdan glæpamann". Rétt eins og hann hafi drýgt dauðasynd. (samt er ekkert minnst á aksturs og auðgunarglæpi núverandi þingmanna AMX listans.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eyþór Arnalds, Sigurður Kári og aðstoðarmaður Árna Matt - allir voru þeir staðnir að því að keyra bíl drukknir. Fordæmin eru góð...

Króna/EURO