laugardagur, 7. febrúar 2009

Kippum úr bakkgír

Þessa dagana erum við að velja okkur dýpri kreppu en við þurfum að lifa við. Stýrivextir eru hagstjórnartækið sem við beitum til þess.

Þau fáu prósent þjóðarinnar sem eiga enn pening sitja á seðlunum eins og ormur á gulli - eða eins og Davíð í stólnum - og geyma fjármagnið í banka meðan hægt er að fá frábæra verðtryggða raunvexti. Þú gerir ekkert betri díl en það. Fjármagnið sem atvinnulífið þarf á að halda er því í sjálfu sér læst inn í banka í krafti stýrivaxta.

Hvað myndi gerast ef stýrivextir yrðu lækkaðir. Jú, sparifjáreigendur fengju neikvæða raunvexti og þyrftu að hugsa sér nýjar sparnaðarleiðir eins og fasteignakaup, fyrirtækjarekstur og aðrar fjárfestingar. Það litla fjármagn sem enn er til kæmist þannig í umferð og kæmi til með að kippa atvinnulífinu úr bakkgír. Verðbólgan hefur ekki skapast vegna víxlhækkunar launa og verðlags, eða vegna vaxandi eftirspurnar - heldur vegna hruns krónunnar. Þess vegna geta háir stýrivextir ekki haft þau áhrif að verðbólga lækki, heldur hækkar hana í ljósi þess að fyrirtæki þurfa í sífellu að hækka vöruverð til að standa undir hærra vaxtastigi um leið og þau reyna að komast hjá gjaldþroti. Þetta er tiltölulega einfalt mál, sem margir virðast flækja fyrir sér - þrátt fyrir að hafa lesið hagfræðiskruddur í mörg, mörg ár.

Það er því tiltölulega einföld aðgerð sem er mikilvægust í stjórn efnahagsmála á þessum tímapunkti, og hrópar svo augljóslega á okkur.

Ef að þessi aðgerð er ekki fær vegna IMF, þá er augljóst að við höfum glatað sjálfstæði okkar - og því ekkert einfaldara en að sigla til Noregs og undirrita gamla sáttmála á nýjan leik.

.....koma svo!


1 ummæli:

Glumur sagði...

Norðmenn í nægum vandræðum með sína eigin glæpamenn þó að þeir fari nú ekki að bæta okkur á sig.

Króna/EURO