sunnudagur, 8. febrúar 2009

Rassskoran mín

Ég og betri helmingurinn skelltum okkur á þorrablót Vallamanna, það var haldið með móðu á glerjum - enda 18 stiga frost utandyra. Þannig má segja að það hafi verið örlítið notalegt að sitja þröngt og þétt við trogin.

Ég verð að segja að það var viss heiður að vera leikinn á sviði í fyrsta sinn og að sviðsmyndin var jarðskiki okkar, Stormur. 

Mig sjálfan lék Þór Skógarvörður í Hallormsstað og fórst það ágætlega úr hendi. Hann er skolhærður og álíka hávaxinn og ég, að sjálfsögðu voru sett gleraugu á nefholdið á honum og sígaretta í skoltinn. Einnig var hann íklæddur reiðbuxum sem hefðu getað verið mínar eigin. Það var þó bláköld staðreynd sem blasti við mér, rassskorann stóð upp úr buxunum - eða buxurnar voru fyrir neðan rassskoru. Það sem á daglegu máli er kallaður pípararass. Það var bæði skrítið og fyndið að gera sér grein fyrir því, að á Völlunum þar sem ég ríð út, þar hef ég kynnt mig sem manninn með rassskoruna. Ég dáðist þó að því hvað Þór Skógarvörður er með áþekka skoru og ég.

....og hákarlinn var hæfilega kæstur.

Engin ummæli:

Króna/EURO