mánudagur, 2. febrúar 2009

æji

Soldið skrítin staðreynd að einn þriðji höfuðstóls skulda minna hef ég aldrei fengið lánaðan. Jámm, peningar sem hafa aldrei verið til, og ætlast er til að verði einhvern tímann til. Af því að vísitalan segir það.

Alveg magnað að skulda eitthvað sem maður hefur aldrei fengið, hefur aldrei verið til og verður kannski einhvern tíma til.

5 ummæli:

bladurskjodan sagði...

verðBÓLGA en sá sem lánaði þér er að reina að fá einhvern til að taka þessa GÓLGU að láni til að skapa meiri BÓLGU sem aftur veldur GÓLGU sem enn veldur BÓLGU eða eigum við að kalla þetta hagvöxt eins og bankamennirnir géra

Nafnlaus sagði...

heyr heyr...

þú mælir fyrir þorra þjóðarinnar.

ÞETTA er vandamál íslenskra heimila #1.

(#2 er svo verðlag á dagvöru)

Öddi

Nafnlaus sagði...

Þetta er peningar sem þú færð að láni um hver mánaðarmót út af samspili fastra vaxta og verðtryggingar. Ef þú ert með venjulegt lán með breytilegum vöxtum og borgar fast af höfuðstólnum um hver mánaðarmót er augljóst að í mikilli verðbólgu hækka vextirnir og þar með vaxtahluti afborgunarinnar mikið. Heildarafborgunin á mánuði væri orðin verulega þung. En í stað þess að taka verðbólguskellinn af fullum þunga hver mánaðarmót hækkar afborgunin mun minna en restin bætist við höfuðstólin sem lán. Þetta er því ekki peningar úr engu heldur mánaðarlegt lán fyrir hluta af því sem ella yrði að borga.

Nafnlaus sagði...

Ég hef heyrt sögur af því að fólk í útlöndum geti jafnvel gengið inn í sinn banka, fengið húsnæðislán gegn veði í eigninni (allajafna þó lægra veðhlutfalli en hefur viðgengist á Íslandi reyndar vegna þess að í þessum sömu útlöndum er heilbrigður leigumarkaður sem ungt fólk getur notað til að brúa bilið á meðan safnað er fyrir restinni.) Þá er skrifað undir skuldabréf með ákveðnum höfuðstól og ákveðnum fjölda afborganna til ákveðins fjölda ára. Gjarnan eru í boði fastir vextir en breytilegir vextir þekkjast líka þó að takmörk séu á hve mikið þeim er leyft að sveiflast. Þú gætir ekki fengið að tengja höfuðstól lánsins við verðlag á vodka og bleyjum jafnvel þó að þú vildir. Þjónustufulltrúinn myndi ekki skilja hvað þú værir að tala um.

En fjármálafyrirtæki í útlöndum eru víst ekki jafn viðkvæm lítil blóm og þau sem rekin eru hér á fróni. Hér þarf að nota pöpulinn sem stuðpúða til að verðbólguáhættan skili sér alveg örugglega ekki til lánastofnanna. Þetta er góð og gild nálgun fyrir þjóð sem virðist heilluð af masókisma.

Í áðurgreindum útlöndunum virðist þó sem að menn hafi komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegra og sanngjarnara væri að láta þann aðila bera verðbólguáhættuna sem hefur meiri möguleika á berjast gegn henni ef hún fer að rúlla. Það takmarkar lánsfjárframboð til húsnæðiskaupa, engin spurning, en trúabragðakennd séreignastefna í húsnæðismálum þvælist heldur ekkert fyrir á þessum slóðum.

Nafnlaus sagði...

Sæll Herra Nafnlaus. Gaman að fá útskýringar á því hversu réttlátt er að ég skuldi peninga sem ég hef aldrei fengið að láni.
Málið er að ég skil hugtakið um verðbólgu, verðbætur, raunvexti og alla þá jólaköku. Enda fór ég í sérstakt nám í háskólanum til þess arna. Þar reyndar missti ég trú á réttmæti verðtryggingarinnar, og sá hvernig hún færir ábyrgð þeirra sem eiga að vera ábyrgir á markaði yfir á neytendur. En það er væntanlega eitthvað sem þú getur útskýrt og réttlætt. mbk Einar.

Króna/EURO