fimmtudagur, 12. mars 2009

Læsilegur spjótkastari

Upp hefur komið ágætis umræða um símreikninga. Sigmar nokkur Vilhjálmsson, spjótkastari, fjölmiðlamaður og markaðsstjóri Tals hefur skrifað þónokkuð læsilega grein í Morgunblaðið um verðlag á símaþjónustu.

Ég þekki málið ekki vel og tala yfirleitt ekki mjög lengi í síma, nema við sálufélaga mína. Símreikningurinn minn er því líklegast undir meðallagi um hver mánaðamót. Ég veit hins vegar að GSM sími, ADSL tenging og heimasimi telur talsvert í heimilisbókhaldinu og reyndar óhuggulega mikið.

Bara þess vegna er fáránlegt að TEYMI sé heimilt að eiga tvö símafélög að meirihluta með góða markaðshlutdeild. Það er TAL og Vodafon. Hvað heimska er það? Hvers lags fávitar erum við? Hvaða samkeppniseftirlit í heiminum, utan það íslenska skildi leyfa þetta fyrirkomulag? Hvaða upplýsingar fær Vodafone frá Tali? Og hvaða upplýsingar fær Tal frá Vodafone? Hvurnig í déskotanum á ég að geta treyst þessu TEYMI?

Svo get ég skipt við NOVA sem Björgúlfur á eða við SÍMANN sem Bakkabræður eiga! Það er verið að þrykkja mig í óæðri í hvert einasta sinn sem ég hringi í einhvern - eða einhver hringir í mig. Það er óframkvæmanlegt að hringja á íslenskri grundu án þess að lenda í viðskiptum við BjörgÚlfinn, JónÁsgeirinn eða Lýðinn. Þetta er hægt að kalla lélegan status á viðskiptalegri stöðu minni í símabransanum.

Ég hef þess vegna ákveðið að tala minna í farsíma, tala hraðar og tala meir um meginatriði en aukaatriði. Það gæti sparað mér nokkra tugþúsundi á ársbasis og meiri árangri. Ég prófa að byrja þarna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já stórmerkilegt að "auðmenn" landsins eigi fjarskiptafyrirtækin. Reyndar sé ég ekki hvaða máli það skiptir þó að Vodafone eigi Tal ef maður er ósáttur þá skiptir maður bara við eitthvað annað félag. En það er nú samt til marks um bullið í Sigmari að þegar ég skoðaði verðskránna þeirra hjá tali þá sá ég að þeir rukka mann fyrir hverja byrjaða mínútu, það er ekki mikið gegnsæi í því.
Svo held ég líka að ríkið sé að taka þig í bakaríið núna þar sem þeir faktískt séð eiga líklega öll þessi félög núna. Ég er hjá Vodafone í Gull þjónustu og það lækkaði heildarreikninginn minn ótrúlega mikið. Var hjá Símanum áður og það var ekki gott.

Einar sagði...

Sæll Jóhann, orð Sigmars eru allt annað en bull.

Nafnlaus sagði...

Rétt þetta kom líklega ekki rétt fram en Tal voru samt fyrstir til að koma með það sem líklega fæstir spá í, þ.e. rukka fyrir hverja byrjaða mínútu. Ergo talar í 61 sekúndu borgar fyrir 120. Það er eins ógagnsætt og mögulegt er. Eftir smá rannsóknarvinnu sé ég að Síminn gerir þetta líka, Nova rukkar fyrir hverjar 30, talar í 31 sekúndu borgar fyrir 60 og Vodafone rukkar fyrir byrjaða mínútu og svo 10 sek þar á eftir, talar í 61 sek og borgar þá fyrir 70 ef ég er að skilja þetta rétt.
Sigmar s.s. sleppir því að minnast á "svikin" í verðskrá Tals með að rukka margfalt fyrir hverja talaða sekúndu.
Ný "aðgerðaráætlun" talar svo sínu máli um leið og maður skoðar hana betur. Auglýsingin lofar öllu fögru en sleppir öllum ókostum sem gera nánast allar leiðirnar þeirra óhagkvæmari en hjá öllum hinum félögunum til saman (eða því sem næst).

Króna/EURO