föstudagur, 20. mars 2009

Að ráðstafa öllu, og eignast ekkert

Þessi frétt um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar kemur mér alls ekkert á óvart. Í fréttinni kemur reyndar ekki fram að sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð eru einnig ofurseld fasteignafélaginu Fasteign ehf. og teljast þar góðir og gildir hluthafar.

Þessi sveitarfélög hafa selt sé þá hugmynd að skuldastaða líti mun betur út með leigusamningum við Fasteign, en hafa ráðstafað stórum hluta af rekstrarreikningum sínum í að greiða leigu út fyrirfram ákveðinn leigutíma.

Ég hef verið talsmaður þess að sveitarfélagið Fljótsdalshérað stígi fast til jarðar og reyni að losa sig við hlutafé sitt í félaginu Fasteign ehf. og leysi til sín leikskóla, grunnskóla og knattspyrnuvelli, og eigi þannig og reki sínar fasteignir án þess að þriðji aðili þurfi að koma þar að málum.

Enginn bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu, hvorki í meiri- né minnihluta hefur gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt í starsemi hins opinbera. Enginn hefur getað útskýrt fyrir mér í hverju hagkvæmnin liggur. Þ.e.a.s. að sveitarfélagið ráðstafi rektstrarfé árafjöld fram í tímann í langtímaleigusamninga og eignist aldrei nokkurn skapaðan hlut. Hver er hagkæmnin í því? Er það ekki fjárbinding?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enn ein spilaborgin hans Árna Sigfússonar er að falla.

Nafnlaus sagði...

já og þessu fellur þessi ótrúlega "ég" bæjarstjórn á Fljótsdalshéraði fyrir. hvers eigum við að gjalda

Króna/EURO