mánudagur, 9. mars 2009

Sjalla-prófkjör Norðaustur

* Þrátt fyrir að vera ekki frambjóðandi í prófkjöri ætla ég rita hér nokkra línur:

Þessa dagana eru ýmsir að spá í prófkjör X-D í Norðausturkjördæmi. Síðasta könnun gefur reyndar til kynna að Sjallar eigi sem stendur aðeins einn þingmann vísan í kjördæminu og því mikilvægt fyrir þá að stilla upp "trúverðugum" lista - hvað sem það nú þýðir.

Nokkuð öruggt má telja að Kristján Þór Júlíusson haldi áfram að verma fyrsta sæti listans, þótt hann verði ef til vill ekki lengur fyrsti þingmaður Austurlands. Um annað sætið er þó erfiðara að spá. Þar þykir Tryggvi Þór Herbertsson alls ekki svo slappur en um það sæti heyir hann baráttu við Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformann og einnig Soffíu Lárusdóttur forseta bæjarstjórnar á Héraði.

Almennt telja sveitungar mínir að ABBA sé dottinn úr tísku, og jafnvel megi hún teljast heppin ef hún fær ekki sömu útreið og Einar Már Sigurðarson fékk í Samfó prófkjörinu, sem var vægast sagt harkaleg lending fyrir sitjandi þingmann. Nokkuð viðbúið er að Héraðsbúar muni fylkja sér á bakvið sína konu, en frekar ólíklegt verður að teljast að hún sé svo sköruglegur frambjóðandi að hún nái ofar en í 3. sæti í baráttu við Tryggva sem Fjarðamenn segja mér að eigi atkvæðamagn jafnt úr Fjarðabyggð sem Norðurlandi.

Spá mín verður því að vera þessi:

1. Kristján Þór Júlíusson - verður alþingismaður
2. Tryggvi Þór Herbertsson - verður alþingismaður
3. Soffía Lárusdóttir - verður varaþingmaður

Lengri verður spáin ekki að þessu sinni. Og auðvitað verð ég leiðréttur ef hallað er á einhvern frambjóðanda sem ekki er fjallað um hér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú þegar Tryggvi hefur gert hreint fyrir sínum dyrum þá hlýtur Kristján Þór að gera slíkt hið sama.
Er það ekki?

Einar sagði...

Þekki það ekki :)

Nafnlaus sagði...

Abba er löngu dottin úr tísku.. skrítið bara að hún hafi fengið svona mikla kosningu síðast.. segir ekkert og gerir ekkert eins og Einar M. gerði líka eða réttarasagt einsog hann gerði EKKI líka
Var ekki verið að taka saman um daginn og hann talaði minst ALLRA á þingi.. 5 mín eða eitthva

Kiddi Þór

Króna/EURO