50 milljarðana mætti nota til að auka framleiðslu á Íslandi. Með vel útfærði fjárfestingu mætti auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar um 4-6%. Að blása út ríkisreikninginn eins og gert hefur verið undanfarin 20 ár, er ekki eitt bráðaverkefnum ríkisstjórnarinnar. 50 milljarðar er ansi hreint mikið í lagt fyrir eitt stykki sjúkrahús. Enginn bráðavandi stafar að spítalanum. Ég held að AGS ætti að stoppa þetta! Ef það er rétt að þeir stjórni landinu.
Fávitans framkvæmd! Fé til framkvæmda á að nota til einhvers sem eykur hagvöxt, en ekki til útblásturs á heilbrigðiskerfinu sem þykir þegar of kostnaðarsamt! Djö...!
12 ummæli:
Rekstrarkostnaður LSH er tæplega 40 milljarðar á ári.
Reiknað hefur verið út að hagræðing af því að flytja spítalann í nýtt húsnæði er 2 milljarðar á ári.
Veistu um aðra framkvæmd sem skiljar 2 milljörðum á ári?
Fyrir utan þarf að taka inn í myndina að leggja þarf í töluverðan kostnað við endurbætur á núverandi húsnæði.
Þessi framkvæmd er því afar lógísk og hagkvæm fyrir samfélagið.
Það hefur líka verið reiknað út að tvöföldun Suðurlandsvegar skilar hlutfallslega meiri þjóðhagkvæmni en spítali, og væri aðeins 11 ár að borga sig upp. Sama gildir um Sundabraut. Ótrúlega öflugum útflutningsiðnaði væri hægt að starta fyrir 50 milljarða - hafði það í huga "Matti".
Taktu með í reikninginn "Matti", að miðað við 2 milljarða hagkvæmni á ári, tekur um 25 ár fyrir bygginguna að borga sig. Fyrir utan að lífeyrissjóðirnir hafa ekkert gefið út um hugsanlegt leiguverð! Sennilega ekki hægt að verri vexti á 50 milljarða en þetta fyrir almenning!!
* gæti samt verið að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að byggja fávitaspítala, svona í ljósi ákvarðana stjórnvalda síðustu þrjú árin.
Já þetta er furðuleg sparnaðaraðgerð en ef það á endilega að byggja spítala, væri þá ekki hagkvæmara að byggja við Borgarspítalann,(það er víst nóg pláss þarna). Staðsetningin er líka mun gáfulegri út frá skipulagssjónarmiðum bæði vegna miðlægrar staðsetningar og vegna umferðarstíflunar við Skógarhlíð/Hringbraut sem á eftir að versna enn meira nú þegar H.R. opnar(úff)
Nákvæmlega! Væri ekki ráð að reyna frekar að reka þessi sjúkrahús sem við þegar höfum, almennilega!
Slæmt er þetta með spítalann en ruglið með tónlistarhöllina er skelfilegt enda sameinuðust allir flokkar um ruglið.
Þetta er eindemis vitleysa. Allt á sömu bókina lagt á þessari djöflaeyju.
Þetta verður minnisvarði: Endalaus Berlínarmúr utan um Þingholtin, til minningar um að við lærðum ekkert af hruninu.
Sparnaður spítalans er 3-4 milljarðar á ári og engin vegafrakvæmd skilar viðlíka miklu. Bygging á staðnum gerir kleift að flytja deildir gamla spítalans á milli eftir því sem verkinu miðar án þess að starfsemin raskist (ódýrara). Bygging annarstaðar þýðir að ekki er hægt að taka spítalann í notkun fyrr en hann er fullbyggður (dýrara). Byggingin skapar mörg hundruð manns atvinnu ásamt því að skila meiri tekjum en nokkur önnur framkvæmd. Öðru gildir um TRH. Sú bygging skilar að vísu m-rgum störfum en arðsemin er lítil í krónum talið.
Við Íslendingar erum hálfvitar og höldum að við getum slegið lán fyrir 50 milljarða spítala.
Ég man í fljótu ekki bragði eftir því að einhverntímann hafi orðið alvöru hagræðing af svona fjöri. En það gæti auðvitað hafa gerst þó ég muni ekki eftir því.
Missti ég af einhverju?
Átti ekki andvirði sölu símans að fara í verkið?
Hvað varð um þá peninga frá Exista?
Haukur Kristinsson
Af hverju skrifar "Hnakki" nafnið mitt innan gæsalappa? Er hann þroskaheftur? Ef hann smellir á nafnið mitt sér hann allt um mig.
Tvöföldun Suðurlandsvegar er reyndar ágæt hugmynd - en sýnt hefur verið fram á að 2+1 vegur er miklu betri.
Nafnlaus kommentari bendir á að það er miklu hagkvæmara að byggja við Landspítalann heldur en Borgarspítalann.
Er virkilega til of mikils mælt að fólk kynni sér málið örlítið áður en það talar um "fávítans spítalabyggingu". Við þurfum að reka öflugan spítala áfram á Íslandi og þá skiptir málið að við gerum það hagkvæmt. Það stendur ekki til boða að hætta að reka spítala.
Hjartanlega sammála Einar.
Hátæknisjúkrahús, er tómt rugl.
Einungis lagt fram til að friðþægja nokkra valdamikla verktaka og söluaðila byggingarefnis í Reykjavík, auk bjána hjá verkalýðsfélögunum sem eru á spena hjá samtökum atvinnurekenda, sem líka eru undirlögð fyrrgreindum valdaklíkum.
Þetta er versta hugmynd sem komið hefur fram.
Útreikningar sem sýna 2 milljarða sparnað eru tómt rugl.
Það sem gleymist alveg er að það þarf að greiða fjármagnskostnað eða leigu fyrir óskapnaðinn.
Leiga af 50 milljarða fjárfestingu er gríðarlega há.
Afsakaðu nafnleysið, það er ekki gott að vera boðberi illra tíðinda og vera refsað fyrir.
Skrifa ummæli