föstudagur, 18. júní 2010

Grillað í kvöld


Mikið óskaplega er búið að vera heitt og notalegt í garðinum í dag. 21 gráða þykir mér sallafínt. Hrossin tvö sem kvenpeningurinn er búin að setja í garðinn sem lífræna sláttuvél eru líka afar heimilisleg.Í kvöld ætla ég að grilla - þótt ekkert hafi ég grætt í dag.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú átt ekki skilið að grilla í kvöld nema þú hafir grætt í dag !!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Sveinn Ólafsson sagði...

En Einar, þú græddir svona fínan dag á Héraði. Það er hreinn gróði.

kveðja,
Sveinn Ólafsson

Björgvin Valur sagði...

Dásamleg mynd og fallegar sláttuvélar. Vona þú hafir ekki grillað þær.

Króna/EURO