miðvikudagur, 9. júní 2010

Ofurkapítalísk ógnarstjórn

Opinberar framkvæmdir fjármagnaðar af öðrum en ríkinu eru næsta þjóðarböl sem kallað skal yfir íslenska þjóð. Fréttir af fjármögnun íslenskra lífeyrissjóða á framkvæmdum í vegakerfinu eru dapurlegar.

Hvar verða mörkin dregin í framhaldinu? Verða vegir aðeins byggðir þar sem umferð er nægjanlega mikil til þess að vegatollar standi undir raunvaxtakröfu lánadrottna? Verður þá að leggja sérstaka vegtolla á alla vegi? Ekki getur það talist jafnrétti að sumum íbúum sé gert að greiða vegtolla á nauðsynlegum ferðum sínum um land sitt, meðan aðrir íbúar þurfa ekki að greiða slíka skatta þar eð þeir eru öðruvísi í sveit settir.

Hvernig skal byggja upp nýja vegi á landsbyggðinni og innheimta ekki vegatolla? Hvers konar flækju er verið að búa til? Uppsprettu hápólitískra deilna um ókomin ár. Hingað til hefur verið almenn sátt um að ríkið innheimti skatta og framkvæmi fyrir þá.

Er Norræna leiðin virkilega sú að ríkissjóður dragi sér nánast allt skattfé til vaxtaafborgana af lánum frá AGS og að komandi kynslóðir verði vaxtaþrælar eigin lífeyrissjóða í gegnum vegatolla og sjúkrahúsbyggingar lífeyrissjóðanna?

Er Norræna stjórnin í raun ofurkapítalísk ógnarstjórn? Verndari hægri stefnunnar?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, já og já. Versta stjórn á Íslandi frá upphafi.
Marat

Nafnlaus sagði...

lRíkið ætti að afhenda sveitarfélögum vegina, en stofna einhverskonar jöfnunarsjóð til að halda hringveginum gangandi. Sveitarfélögin geta þá innheimt veggjöld um leið og bíllinn er skoðaður, kannski 10.000 kall á bíl.

Vandinn við ríkið og vegaframkvæmdir hefur verið samgönguráðherra. Alltaf. Héðinsfjarðargöng munu kosta um 12 milljarða, það eru fjórar milljónir á atkvæðið.

Að sjálfsögðu ætti að innheimta vegatolla við nýframkvæmdir til að borga þær niður.

Króna/EURO