miðvikudagur, 16. júní 2010

Ýkt er drama Ómars

Hér er um að ræða áhugaverða ábendingu frá Ómari Ragnarssyni fyrrverandi rallý-ökumanni. Var einmitt nú rétt nýverið á þessum slóðum og veitti leirfokinu við Kárahnjúka athygli, eins og örugglega allir þeir er koma á þessar slóðir. Ég einmitt tók líka ljósmyndir af ástandinu.

Ómar ef til vill ræðir ekki málið útfrá víðu sjónarhorni - heldur útfrá sjónarhorni fanatíkusins. Að vera fanatíkus á mannvirki og framleiðslu hlýtur að vera langþreytt líf til lengdar.

Ómar sleppir mikilvægum staðreyndum og afleiðum:

- Lónið er í sögulegu lágmarki á þessum árstíma.
- Því nær það yfir óvenjulega lítið landssvæði núna.
- Þess vegna liggur leir yfir miklu landssvæði, sem venjulega er þakið vatni, meirihluta árs.
- Það hefur rignt eina klst. á þessu svæði í júní.
- Sögulega miklir þurrkar mega því teljast á svæðinu, og júní yfirleitt blautur mánuður.
- Þurrkar auka leirfok.
- Það rignir í dag.
- Leir fýkur ekki næstu vikur.
- Lónið verður fullt í ágúst.
- Meira leirfok verður því að öllum líkindum ekki á þessu ári.

Að auki má til gamans geta þess að lítið mál var að keyra umhverfis lónið núna, þrátt fyrir aðeins slælegra útsýni vegna TÍMABUNDINS leirfoks.

Því verður að segjast eins og er að fyrrverandi rallý-ökuþórnum, flugkappanum sem flaug um jökulsárgljúfur og bátsmanninum við Kárahnjúka er farið að förlast á efri árum - geti hann ekki keyrt innan um leirfjúk sem lítur illa út á myndum. Ýkt er drama Ómars - þetta vissulega hafi mátt sjást leirfjúki bregða fyrir.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yfirleitt þegar menn uppnefna aðra með nöfnum eins og t.d. fanatíkus dæmir það málstað þess sem þau mælir. Að hafa skoðun sem er vel rökstudd er langt frá því að vera fanatík.

Nafnlaus sagði...

Ólund þín, yfirdrepskapur og fordómar hitta þig fyrir sjálfan.

Nafnlaus sagði...

Hvernig nennir þú að berja hausnum svona lengi við stein? Kárahnjúkavirkjun er dæmi um viðbjóð.

Nafnlaus sagði...

Kom þarna síðasta sumar með hóp erlendra ferðamanna og það var afar lítið vatn í lóninu og mikið sandfok......mér (og hópnum ) var brugðið......ástandið þá virtist sanna allar verstu spár.....

Nafnlaus sagði...

kom þarna líka síðasta vor með stóran hóp ferðamanna, lítið í lóninu og ekkert sandfok, sannaði þvæluna um þetta ógurlega sandfok sem allt átti að drepa

Nafnlaus sagði...

kom þarna líka síðasta vor með stóran hóp ferðamanna, lítið í lóninu og ekkert sandfok, sannaði þvæluna um þetta ógurlega sandfok sem allt átti að drepa

Nafnlaus sagði...

Góður pistill hjá þér Einar.

Heiftin og reiðin í Ómari út af þessari framkvæmd við Kárahnjúka er eins og barátta við vindmyllur.

Og svo hefur hann aldrei komið með neitt vitrænt á mót varðandi það hvað fólk á Austurlandi hefði annars átt að starfa við.
Talar alltaf um einhvern eldfjallaþjóðgarð norðan við Mývatn.

Austurland var landshluti á hraðri niðurleið, en komst aftur á kortið þegar farið var í framkvæmdirnar þarna fyrir austan.

Sennilega hefði Ómari og hans líkum liðið betur ef Austurland hefði farið í eyði.

Króna/EURO