þriðjudagur, 1. febrúar 2011

Flottur klúbbur

Gúgglaði Finnboga Jónsson í dag, sem er víst framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, sem mun vera eigandi margra mikilfenglegustu fyrirtækja landsins. Var að velta fyrir mér fortíð hans og hvort það gæti spilað inn í að hann var stjórnarformaður Samherja, forstjóri SVN, forstjóri Icelandic Seafood og svo mætti lengi telja á árum áður. Er eitthvað í hans fortíð sem fær hann til að vilja eitthvað fleira en að eigendur lífeyrissjóðanna fái hámarksávöxtun? Þessari spurningu var ég að velta fyrir mér.

Það er náttúrulega vart í frásögur færandi að er ég hafði gúgglað manninn datt ég inn á félagatal Rótarýklúbbsins í Austurbæ - sem finna má hér - aldeilis stórmerkilegur listi, þó ekki væri nema fyrir það hversu vel menn eru titlaðir í þeim klúbbnum. Aldrei hefði mér dottið í hug að svo mikil "elíta" væri komin saman á einum stað. Auðvitað er augljóst að félagatal þetta segir enga sögu um nokkurn skapaðan hlut, nema að líkur sækir líkan heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

svo er þessi líka flottur.

http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/gordum/felagatal/

Nafnlaus sagði...

og þessi

http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/gordum/felagatal/

en langflottastur þessi hér:

http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/reykjavik/Undirflokkur/

Króna/EURO