þriðjudagur, 14. maí 2013

Altari kapítalismans


Ég velti stundum fyrir mér við hvað er heppilegast að starfa frá degi til dags, til að ná endum saman og til að láta lífið ganga upp á þeim nótum sem við í fjölskyldunni höfum áhuga á. Fyrsta atriðið í okkar lífsstíl er að búa úti á landi. Við elskum náttúruna, kyrrðina, dýrin, fuglahljóðin, víðáttuna og uppeldisparadísina sem við teljum börnin hafa möguleika á.

Þetta fyrsta atriði er eiginlega forsenda alls hins. Við höfum valið okkur þennan lífsstíl og þekktum nokkurn veginn galla þess og kosti. Sjálfur hef ég prufað að búa ein 7 ár í höfuðborginni og það átti aldrei neitt sérstaklega við mig. Komst einhvern veginn aldrei í snertingu við sjálfan mig á því landssvæði. Bestu stundirnar upplifði ég í bleiku sólarlaginu þegar ég reið um Heiðmörk á hestunum mínum.  Ég fann í mér náttúrubarnið í Reykjavík og nágrenni.

Þess vegna skil ég ágætlega að ágætum Reykjavíkurognágrennisbúum standi ekki algjörlega á sama um móður náttúru um allt land. ALLIR eiga að láta náttúruna vera sér fróun, og njóta hennar. Hins vegar hef ég velt fyrir mér ýmsum hlutum og staðreyndum, sérstaklega nýverið eftir að farið var út í þá sálma að Lagarfljótinu á Fljótsdalshéraði hafi verið fórnað fyrir reykspúandi verksmiðju – svo siðlaus kapítalisminn mætti raka saman gróðanum.

Þessi framsetning fer eilítið í taugarnar á mér. Mér finnst einhvern veginn að sannleikanum vegið. Í sannleika sagt hefur Lagarfljótið alltaf verið langt frá því að vera tært. Þess vegna hefur lítið sólarljós skinið niður í vatnið og minni ljóstillífun verið þar en í öðrum vötnum, að öðrum kosti hefði Lagarfljót verið gjöfulusta vatnasvæði landsins og aldrei komið til álita að taka þá áhættu að hrófla við lífríki á vatnasvæðinu. Silungur úr þessu vatni hefur alltaf verið „glær“ vegna sólarskorts og því aldrei verið söluvara, og þess vegna hefur enginn sportveiðimaður úr þéttbýlinu sótt í Lagarfljótið fyrr eða síðar. Þess vegna hefur enginn bóndi gert athugasemdir um ráðahaginn, af því að silungsveiðar í Lagarfljóti hafa alltaf verið í afar litlum mæli. Tiltölulega litlu hefur mér því þótt vera fórnað. Það er virkilega leiðinlegt hvernig "Brynjarar Níelssynir" umræðunnar hafa sagt frá því að Lagarfljótinu hafi verið fórnað fyrir stærri hagsmuni - Lagarfljótinu var aldrei fórnað, en þar voru gerðar stórar breytingar af mannavöldum.

Svo er það hitt að til að geta verið svona lítið og sætt „úti á landi creep“ þá hef ég stundað atvinnu í þessari verksmiðju í Reyðarfirði, sem of margir að mínu áliti, tala um af einhverri heilagri vandlætingu og í einhverjum „þið hin eruð svo vitlaus“ tón. Þannig umræðum er erfitt að taka þátt í, og mínum skoðunum verður alltaf sökkt í báti meðalgáfaðra.

Mín afstaða er byggð á reynslu. Náttúran hér í sveitinni minni er falleg, á fljótinu synda gæsir og í djúpinu synda silungur. Ég fæ að stunda heiðvirða atvinnu á góðum vinnustað, og er stundum stoltur af því sem fjölskylda mín fær áorkað í góðri samvinnu við náttúruna. Mér finnst einhvern veginn að Lagarfljóti á Fljótsdalshéraði hafi EKKI verið fórnað í fjölmennri messu ameríska kapítalismans. Mér finnst að fækkun á silungi í Lagarfljóti hafi verið partur af því að fleiri íbúar geta nú notið náttúru og frelsis.

Og svo er það spurningin sem ég spyr mig stundum. Er „kapítalismi“ æskilegri við Reykjavíkurtjörn, á Hellisheiði og þar sem Ingólfsfjall var áður? Á fólk að líta sér nær? Á fólk að spyrja sig hvað málmar gera "snertiskjásíma" að tæki sem virkar? Hvað málmar gera flugvélar að flugvélum? Hvaða málmur er í rafstrengnum í götunni þinni sem knýr eldavélina í kvöld? Hvaða álfelgum keyrir þú um á? Hvaða málmur er í reiðhjólinu þínu?

 Heimurinn er margslungin.

Afsakið að ég minntist á þetta.

3 ummæli:

Einar Steingrimsson sagði...

Hversu miklu "fleiri íbúar geta nú notið náttúru og frelsis" vegna álversins í Reyðarfirði?

Nafnlaus sagði...

Þetta gætir þú skoðað á vef hagstofunnar nafni.

Nafnlaus sagði...

As by sector, these new games embrace some distinctive features mgm online casino app and seem to be promising in this growing online gaming and video business. Lucky Nugget Casino was founded in 1998, making it one of the established casinos in the world. At this level in our evaluate, want to|we have to} discuss about the significance of online safety at casino websites within the Dominican Republic. In the poker game, the first 1xbet one that sits to the left of the supplier acts and the betting session is clockwise.

Króna/EURO