miðvikudagur, 14. ágúst 2013

Fróun netsmellana

Sumir íslenskir fjölmiðlar eru lélegir. Eldri sjómaður og ferskeytluhöfundur er nú orðin farsi í umfjöllun sem enginn veit hvað á að snúast um, annað en að kalla fram hörð viðbrögð ákveðins hóps. Maður sem aldrei hefur verið málsmetandi í íslenskri umræðu er skyndilega miðpunktur umræðu um menningu samkynhneigðs fólks á Íslandi. Einnig er dregið fram fólk til að tjá sig um kjafthátt á ýmsa bóga sem er komin út fyrir öll norm í samfélaginu. Íslensk netmiðlun má ekki stjórnast af litlum prakkarastrákum á snúningsstólum sem hafa fróun af því að fá sem flesta smelli fyrir eins litla fyrirhöfn og hægt er.

Engin ummæli:

Króna/EURO