Vigdís Hauksdóttir er í niðurskurðarhópi útgjalda ríkisins.
Útvarpsgjald eru sértekjur. Þess vegna getur hún ekki skorið útgjöld ríkisins
niður með því lækka áskriftargjald notenda Ríkisútvarpsins. Þetta er augljóst.
Hún væri á skringilegan hátt að skera niður tekjur en ekki útgjöld. Engin
úttekt óháðs aðila um vinstri eða hægri slagsíðu fréttastofu RÚV styður heldur
málflutning Vigdísar um óhlutdrægni fréttastofunnar. Auk þess eru ummæli hennar
eins uppfull af gremju, ódulbúnum hótunum og pólitískum afskiptum og frekast
getur orðið. Vigdís hefur á skömmum tíma sýnt fram á að áhyggjur margra
Framsóknarmanna af málflutningi hennar hafa verið á rökum reistar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli