mánudagur, 16. desember 2013

Geðklofa málflutningur ASÍ

Forystan í ASÍ er að sýna getuleysi sitt ár eftir ár. Það er engin dýnamík lengur í starfinu. Starfinu sem snýst orðið meira og minna um að gæta hagsmuna (lífeyris)sjóða sem eiga að skila sem hæstri ávöxtun. Risasjóðir sem reknir eru sem kapítalískir skriðdrekar í höftum, geta varla átt neina sameiginlega hagsmuni við launafólk í landinu. Þetta er eins og að vera samkynhneigður karlmaður í fjölkvæni við hóp kvenna - er bara svo langt frá því að hollt og gott. Að ætla sér að gæta hagsmuna "ávöxtunarsjóða" og á sama tíma hagsmuna launafólks, þetta er súpa sem getur ekki bragðast vel.

Ávöxtunarsjóðirnir (lífeyrissjóðirnir) eiga stór fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa þá hagsmuni að greiða sem allra lægst laun, og sömu menn eru að gæta hagsmuna þessara sjóða og launafólksins. Það er eins og Íslendingum hafi tekist að smíða óendanlega mikið af ósnertanlegum kerfum, sem allir láta eins og séu bara í lagi - en eru svo bara andþjóðfélagsleg þegar betur er að gáð.

Það yrði fyndið að skipta ASÍ í tvær áróðursdeildir, önnur talaði fyrir hagsmunum lífeyrissjóðanna og ynni að eins góðri ávöxtun og hægt væri. Hin deildin gæti þá talað fyrir hagsmunum launamanna. Mikið er öruggt að algjört ósamræmi væri í áróðurstextanum. Málflutningurinn yrði geðklofa.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er margt líkt með Íslandi og Sovétríkjunum sálugu, slík er spilling ósnertanlegra kerfa hér á landi. Kerfi sem leggja íslenskt efnahagslíf í rúst og geta ekki með nokkru góðu móti gert eitthvað sem samræmist hag flestra landsmanna.

Alltaf er gaman að biðja íslenska hægrimenn um að nefna eitthvað hægrisinnað í íslensku efnahagslífi. Oftast verða þeir kjaftstopp.

Unknown sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Ert þú í stéttarfélagi? Ef svo er, er þá þitt félag í ASÍ? Hefurðu mætt á fundi í þínu félagi? Hefurðu komið skoðun þinni á framfæri við trúnaðarmann í þínu félagi?

Það vill svo einkennilega til að ASÍ, hvað sem annars má um þann félagsskap segja, starfar eins og miðstjórn þess ákveður og miðstjórn er formenn aðildarfélaga ASÍ.

Unknown sagði...

Það eru ekki hagsmunir fyrirtækja að greiða lægstu launin.
Bestu fyrirtækin greiða há laun og koma vel fram við mannauðinn... en er það mannauðurinn sem er verðmætasti þáttur hvers fyrirtækis.

Ef þú gefur þér rangar forsendur þá færðu rangar niðurstöður.

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Einar sagði...

Já Þorsteinn og afsakaðu hvað ég svara seint. Auðvitað er ég félagi í ASÍ og auðvitað læt ég í ljós skoðanir mínar á réttum vettvangi.

nhuthuy sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ order hàng mỹ vận chuyển ship hàng amazon về Việt Nam cũng như mua vòng tay pandora chính hãng ở đâu hướng dẫn cách mua hàng trên ebay về Việt Nam.

Króna/EURO