mánudagur, 23. desember 2013

Ólýsanlega þakklátur

Ég er ólýsanlega þakklátur ASÍ og VSÍ fyrir allan stöðugleikann sem þeir hafa fært okkur. Nú hafa þeir fært mér svo mikla gjöf að fæ þeim aldrei fullþakkað, heil 2,8% í launahækkun munu færa þúsundum Íslendinga áframhaldandi stöðugleika. Stöðugleika í því að eiga ekki bót fyrir boruna á sér. Þetta fordæmi hlýtur að vera ótrúlega mikilvægt innlegg í kjarasamninga allra stétta.

Auðvitað vildi ASÍ ekki anda of mikið á rúðu atvinnurekenda, það væri vonlaust ef þar kæmi móða. Auðvitað vildi ASÍ fagna stórsigri svona rétt fyrir jólin. Auðvitað eru gagnrýnendur nýja samningsins óendanlega vanþakklátir skíthælar og þjóðfélagslegir óvinir. Auðvitað hefur Gylfi Arnbjörnsson og aðrir í lífeyrissjóðafélaginu ASÍ lagt dag við dag, og unnið einu sinni langt fram á kvöld til að ná þessu öllu saman í gegn.

Auðvitað væri fáránlegt að ætlast til þess að allir þessir frábærlega vel menntuðu og miklu verkalýðsleiðtogar gætu skilað einhverju sem heitir von í hjörtu launafólks.

Guð hjálpi öllum til að vinna enn fleiri klukkustundir á komandi ári til að hafa í börn og burur.


Sameinum KSÍ og ASÍ – þar gerast kraftaverkin.

Engin ummæli:

Króna/EURO