miðvikudagur, 18. desember 2013

Óhagkvæm verslun

Einhver sætur "verslunargúrú" var í fréttunum núna nýverið. Hann talaði um jólaverslun færi ekki nógu vel af stað og fyrst og fremst væri um að kenna verlsunarferðum til útlanda sem og mikilli vefverslun - sennilegast af kínverskum vefverslunum.

Það var ýmislegt sem ég staldraði við í málflutningi hans.

a) Íslensk verslun býður upp á svo léleg kjör að íslenskir neytendur eru tilbúnir að bíða eftir vöru í 2-4 vikur til þess að fá betra verð.
b) Íslendingar hafa minna á milli handanna til að versla sér fatnað.
c) Hátt vaxtastig, óhagkvæmt húsnæði og innkaup íslenskra verslana eru ekki nógu hagkvæm.

"Verslunargúrúinn" vildi sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir frjálsa verslun neytenda við útlönd, en lagði þó ekki til neina sérstaka aðgerð eða aðferð til úrbóta. Í raun ætti hann að hafa kvartað yfir vaxtastigi og ekki nægilega góðum íslenskum kaupmönnum í viðtalinu.

*En getur einhver sagt mér hvernig Hagstofan mælir ábata neytenda af vefverslun við útlönd inn í neysluverðsvísitöluna til lækkunar verðbólgu?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það getur engin því hagstofan á íslandi reiknar aðeins verðbólgu, aldrei verðhjöðnun.

Toni.

nhuthuy sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247.vn chuyên dịch vụ vận chuyển hàng đi lào cũng như vận chuyển hàng đi campuchia giá rẻ và cước phí gửi hàng đi úc rẻ nhất hiện nay.

Króna/EURO