mánudagur, 23. desember 2013

Vantar rjóma í Vöfflusamninginn

Allir þeir sem ég hef rætt við um hinn nýja Vöfflusamning ASÍ eru nokkuð sammála um að best væri að hafna honum og færa forystu ASÍ það verkefni að gera betur. Það er misskilningur hjá forseta ASÍ að einungis rúm 4% félagsmanna hafi athugasemdir við Vöfflusamninginn.

Á nýja Vöfflusamningnum er enginn rjómi, enginn sulta og enginn sykur - eini rjóminn er í skegginu hans Gylfa. Að 12 mánuðum liðnum verður launafólk í sömu eða verri stöðu en nú. Seðlabanki Íslands hefur aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu, og ég þekki engann sem er tilbúinn að veðja meira en þúsundkalli á að gerist á næstu árum.

2 ummæli:

Guðmundur Guðmundsson sagði...

Atvinnuleysirbætur í Svíþjóð = 250.000 á mánuði
Lágmarksframfærsla á Rvk svæðinu ÁN húsnæðiskostnaðar = 229.000 .á mán.(Skv.reiknivél Velferðaráðuneytisins )
Lágmarkslaun á Íslandi skv. nýgerðum kjarasamningum = 214.000. á mán.

Er hægt að lifa af þessum launum ?

như thủy sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ vận chuyển hàng đi mỹ giá rẻ, dịch vụ gửi hàng đi mỹ giá rẻ nhất, vận chuyển gửi hàng từ việt nam đi mỹ hay chuyển hàng đi mỹ giá rẻ nhất giải đáp làm thế nào gửi hàng đi mỹ nhanh nhất.

Króna/EURO