föstudagur, 20. desember 2013

Miskrúttlegt að missa djobbið

Það er stutt síðan það þótti eðlilegt að íslenskir iðnaðarmenn, verkfræðingar og tæknimenn misstu atvinnu sína í umvörpum. Þeir misstu vinnuna í mörg þúsundatali á nokkrum vikum og mánuðum. Einkaframkvæmdir lögðust nær af, og á sama tíma neyddust opinberir aðilar til að skera tána af hvað varðar verklegar framkvæmdir.

Þessu tók stétt byggingamanna eins og hverju öðru hundsbiti, rottaði sig saman m.a. á Austurvelli við mótmæli til dægrarstyttingar. Að því búnu flutti stéttin sig að miklu leyti til annarra landa, mest til Noregs. Þeir allra hörðustu skráðu sig atvinnulausa á Íslandi og fengu svo sumir aftur vinnu, reyndar í of mörgum tilfellum utan síns áhuga- og sérsviðs. Þetta þótti að mörgu leyti nánast krúttlegt, og látið var að því liggja hversu gott væri að Noregur stæði vel fjárhagslega til að taka á móti þessum blessuðum fjölskyldum. Vonandi gætu þessi krúttlegu grey flutt heim aftur einhvern tímann og borgað skatta á nýjan leik, þetta fólk væri svo duglegt að bjarga sér.

Til að enginn misskilji mig þá er ég alveg handviss um að það var nauðsynlegt að skera fótinn af við öxl í niðurskurðinum, svo slæm var staðan.

Nú er það hins vegar svo að þegar hreyfa á við niðurskurðarhnífnum í lista- og menningargreinum, t.d. í útvarps- og sjónvarpsrekstri þá ganga allar dyr af hjörum. Allur niðurskurður sem tengist skapandi greinum er fordæmdur, og nánast sagður á vegum djöfulsins. Það er einfaldlega og greinilega ekki jafn krúttlegt, sjálfsagt og eðlilegt að „skapandi fólk“ missi vinnuna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er stór munur á útþemdum einkageiranum heldur en gríðar-niðurskornum geira almanna..

Nafnlaus sagði...

Góð grein og tímabær.

ngocnhung sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ gửi thuốc đi mỹ cũng như dịch vụ gửi bàn ghế đi mỹ và dịch vụ gửi nệm kymdan đi mỹ giá rẻ tốt nhất hay dịch vụ gửi quà tặng đi mỹ và dịch vụ gửi cà phê đi mỹ giá rẻ nhất.

Króna/EURO