laugardagur, 18. september 2010

Einbeittur "hrokavilji"

Boggan segir Atla Gíslason vera haldinn einbeittum vilja til ákæru. Lái honum hver sem vill. Stutt skeið indverskrar "jógaeinlægni" Boggunnar er liðið, og hrokinn er farinn að heimsækja Bogguna á ný. Spurning hvort Boggann er haldinn einbeittum "hrokavilja."?

laugardagur, 11. september 2010

Að skrifa með saurbleki

Andri Snær Magnason skrifar þessa meinhæðnu grein í Fréttablaðið.

Okei, það virðist lítið mál fyrir Andra að fylla blekbyttu sína af saur og draga hann á pappír þar til 101 Reykjavík lyktar af bleki hins heilaga sannleiks - skítalykt.

Skrif Andra eru senn fyndin, kaldhæðin og barnaleg. Svona rétt eins og trúarofstæki - engin millivegur, alls engin málamiðlun. Aðeins sleggjudómar og fordómar, sé þefað betur af skítablekinu.

Tölulegar afbakaðar staðreyndir, vænisýki og skemmtilegur svartur húmor. Ágæt blanda og fín í skáldsögur og gamanþætti. Það var eins og vantaði setninguna "Nei djók." svona rétt í lokin. En hún kom aldrei - manninum er semsagt ALVARA.

ER og VAR

Það er rétt hjá Jóhönnu, sem eftir henni er haft hér. Auðvitað er um að ræða áfellisdóm yfir alþingi, stjórnkerfið og stjórnarhætti eins og þeir ERU og VORU. Það sem VAR það ER, af því ekkert hefur jú breyst - mér vitanlega. Það sem breytist ekki, það ER.

miðvikudagur, 8. september 2010

Vísindamenn í LÍÚ

LÍÚ er áhrifamestu og fámennustu hagsmunasamtök á Íslandi. Þau eru einu hagsmunasamtökin nú á dögum sem virðast geta hafa slíkt hreðjatak á stjórnvöldum að undrum sætir. Í LíÚ er nokkrir tugir vindlatottandi útgerðarmanna sem telja það að fiskveiðar séu flóknari en eldflaugavísindi og að hugsanlega muni þær leggjast af ef tekjur af þeim renna í fleiri vasa.

Íslenskir fjölmiðlar eru svo sólgnir í að birta auðvelt fengið efni, að þeir hafa óafvitandi gert LÍÚ að einum fárra máttarstólpa íslensks samfélags.

Ég leyfi mér að efast um að ráðandi öfl innan LÍÚ telji fleiri kvikindi en félag Íslenskra bólstrara.

föstudagur, 25. júní 2010

meninga peninga

Málið hefur einfaldast fyrir mér í kjölfar yfirlýsinga vegna nýfallins hæstaréttardóms um gengistryggð lán.

Íslenskir þjóðfélagsþegnar áttu að greiða fyrir fall bankanna og endurreisn þeirra með ósanngjörnum og ólöglegum lánakjörum.

Peningarnar sem taldir voru í bílalánum eru nú í "money heaven". Já og viðskiptaráðherra reynir að vekja þá upp frá dauðum.

sunnudagur, 20. júní 2010

Jaliesky Garcia Padron

Ég horfi á valda leiki í heimsmeistarkeppni Karla í knattspyrnu. Frekar skemmtilegt sport verð ég að segja.

Er frekar velviljaður Argentínu, Þýskalandi og Englandi.

Argentínu vegna þess að þeir spila frábæran fótbolta.

Þýskalandi, jú af því betri helmingur kemur þaðan - og jú svo er ég af þýskum ættum.

Englandi, ég veit ekki hvers vegna - en líklega held ég mest með þeim. Þekki nöfn flestra í liðinu og ákaflega þægilegt að halda með þeim.

Eitt er þó ljóst, að horfa uppá Emilie Heskey í ensku landsliði er líkt og var að horfa upp á Jaliesky Garcia Padron spila með íslenska handboltalandsliðinu - þ.e. ákaflega og sérstaklega pirrandi.

laugardagur, 19. júní 2010

Bla bla jólakaka

Össur Skarphéðinsson staðfestir ráðaleysi og þau djúpu hjólför ríkisstjórnarinnar sem illmögulegt virðist að komast upp úr. Með hugmynd sinni um þjóðstjórn veit hann sem er, að mögulega getur hann orðið leiðtogi slíkrar ríkisstjórnar. Hugmyndin virkar góð við fyrstu hlustun - jákvæðni var það fyrsta sem kom upp í huga mér.

Í framhaldinu hitti Ögmundur Jónasson svo sannarlega naglann á höfuðið í viðtali við mbl.is segir hann m.a.:
„Í stuttu máli hef ég ekki sannfæringu fyrir því að við náum betur saman um að tryggja betur almannaeign á auðlindum, að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfið og tryggja opinbert eignarhald á orkuauðlindum með aðkomu fleiri flokka að ríkisstjórn. Ég hef ekki sannfæringu fyrir því.“

Ansi rökgóð hugsun hjá Ögmundi. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur munu ekki taka þátt í dreifingu ættjarðarauðlinda á fleiri hendur.

Eftir stendur að hvorugt líst mér á, þ.e. áframhaldandi hjólfarahjakk ríkisstjórnarinnar eða þjóðstjórn með vísan í orð Ögmundar.

Ef til vill eru kosningar með haustinu snjöll leið til að fá fram þjóðarvilja. Á sama tímapunkti væri hægt að framkvæma hliðarkosningar um fulltrúa á stjórnlagaþing.

Áhættan er vissulega sú fyrir alla flokka að ef þjóðstjórn er ekki leiðin, og ef ríkisstjórnin fer ekki í massíva endurskoðun á aðgerðaplani sínu og eftirfylgni stefnumála, þá verði kosningar til þess að kraftur fjórflokksins þverri um sinn. Pólitísk staða gæti orðið sú að loknum kosningum að VG tapi talsverðu fylgi, enda gangi þeir klofnir og ósamstíga til kosninga eftir erfitt ríkisstjórnarsamstarf og blóðug prófkjör. Að Samfylking tapi út á ódrýgðar gjörðir sínar til handa almenningi og jöfnuði í landinu og skort á forystu. Að Sjálfstæðisflokkur standi brauðfótum með meinta höfuðpaura spilltra prófkjörsmála enn í forgrunni. Að Framsóknarflokkurinn standi uppi laskaður með allnokkra landsbyggðarþingmenn og engann í Reykjavík. Að óþekkt ókomið afl eigi auðvelt með að eigna sér 20-30% atkvæða í alþingiskosningum.

Hversu mikið sem ég velti stjórnarmunstrum fyrir mér, kemst ég alltaf að þeirri niðurstöðu að kosningar innan skamms tíma er ágætis lausn fyrir íslenska þjóð.

Króna/EURO