Það er náttúrulega vart í frásögur færandi að er ég hafði gúgglað manninn datt ég inn á félagatal Rótarýklúbbsins í Austurbæ - sem finna má hér - aldeilis stórmerkilegur listi, þó ekki væri nema fyrir það hversu vel menn eru titlaðir í þeim klúbbnum. Aldrei hefði mér dottið í hug að svo mikil "elíta" væri komin saman á einum stað. Auðvitað er augljóst að félagatal þetta segir enga sögu um nokkurn skapaðan hlut, nema að líkur sækir líkan heim.
þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Flottur klúbbur
Gúgglaði Finnboga Jónsson í dag, sem er víst framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, sem mun vera eigandi margra mikilfenglegustu fyrirtækja landsins. Var að velta fyrir mér fortíð hans og hvort það gæti spilað inn í að hann var stjórnarformaður Samherja, forstjóri SVN, forstjóri Icelandic Seafood og svo mætti lengi telja á árum áður. Er eitthvað í hans fortíð sem fær hann til að vilja eitthvað fleira en að eigendur lífeyrissjóðanna fái hámarksávöxtun? Þessari spurningu var ég að velta fyrir mér.
fimmtudagur, 27. janúar 2011
Kröfugerð
Á ég þá að fara í mál við alþingi? Búinn að "eyða" peningum í að keyra á kjörstað og fórna dýrmætum tíma mínum í að kynna mér NÚMER frambjóðenda. Þvílíkt tap - þvílík fórn.
Kröfugerð:
Kílómetragjald: 24 x 90kr = 2.160,-
Vinnutap: 3,4 klst = 24.970,-
Nei svona í alvöru talað. Ef einhverjir af þessum stjórnlagaþingsframbjóðendum vilja í alvörunni fara í skaðabótamál við alþingi þá hljóta þeir ekki mína meðaumkvun. Þeir verða bara að bjóða sig fram aftur.
Þetta er eins og að ætla í mál við Veðurstofuna þegar haustar of snemma.
mánudagur, 24. janúar 2011
Þorskhausar
Fjári er ég hugsi yfir þessu. Æ, þið vitið krafan frá SA um að "eitthvað" þurfi að liggja ljóst fyrir vegna fiskveiðistjórnunar í Íslandi.
Svo beinn þrýstingur á eitt pólitískt þrætuepli er skrítið meðal. Eitthvað svo rangt við þetta.
Ja,. svona einhvern veginn eins og SA gæti lagt það næst á matardisk stjórnvalda að skilyrði gerðar kjarasamnings væri að fóstureyðingar yrðu bannaðar á Íslandi.
Svo beinn þrýstingur á eitt pólitískt þrætuepli er skrítið meðal. Eitthvað svo rangt við þetta.
Ja,. svona einhvern veginn eins og SA gæti lagt það næst á matardisk stjórnvalda að skilyrði gerðar kjarasamnings væri að fóstureyðingar yrðu bannaðar á Íslandi.
mánudagur, 10. janúar 2011
Ráð dagsins
Eftir að hafa horft á tíufréttir Sjónvarps er einungis eitt ráð sem ég get gefið meðlimum í þingflokki VG, varðandi samskipti við fjölmiðla: Hættið að standa eins og aular við lyftuna, takið STIGANN.
Heyrnarlaust fólk
Í gær sagði Ólafur Margeirsson frá því í góðu viðtali í Silfri Egils að lífeyrissjóðakerfið muni ekki standast tímans rás - og hrynja. Nauðsynlegt væri að koma upp nýju lífeyrissparnaðarkerfi - SÉREIGN. Honum þykir ekki einu sinni heillavænlegt að plástra kerfið.
Þarf kannski ekki að koma á óvart. En ég held að enginn hafi heyrt þetta í REYND. Greyjið Ólafur þarf að mæta aftur í viðtal eftir 6-8 ár og reyna að svara þessari ósvaranlegu spurningu: "Af hverju hlustaði enginn á þig Ólafur Margeirsson, þegar þú settir fram gagnrýni á kerfið?"
Af hverju í ósköpunum hefur enginn ráðamaður verið spurður út í þetta nú á mánudagsmorgni? Af hverju í ósköpunum taka stjórnvöld ekki upp þráðinn við að rannsaka þetta fallvalta kerfi.
fimmtudagur, 6. janúar 2011
Enginn Adolf!
Ekkert er betra en að heyra ástkæra og ylhýra íslenskuna, við flughlið nr. 26, þegar maður hefur verið nokkra daga á erlendri grund - og er á leiðinni heim. Þegar ég heyri móðurmálið á ný skil ég ættjarðarljóðin þúsund og fimmtíu svo vel. Þá veit ég að ég er aðeins nokkur skref frá "heim". Heima er best.
_________
Fátt hefur breyst á einum mánuði. Fjölmiðlar eru í alvörunni ennþá að velta því fyrir sér hvað hjáseta þremenningana í VG þýðir "raunverulega" fyrir ríkisstjórnina.
_________
Páll Magnússon er raunverulega búinn að fatta hvað það er skítt að RÚV sýni ekki handboltaleiki í beinni útsendingu. Þegar það var ljóst fyrst varð ég fyrir talverðum vonbrigðum. Þá gerði Páll pirringslegar athugasemdir við sjónvarpsstöðina Stöð 2, en útskýrði ekki af hverju RÚV hefði misst af sjónvarpsréttinum. En horfum á björtu hliðarnar! Enginn Adolf Ingi! (hvaðan kom hann?).
_________
Einu sinni var Páll reyndar með rúmlega tvítugan mann í vinnu bakvið tjöldin við að reyna að fá GettuBetur yfir á Stöð 2 fyrir mörgum árum - þá flutti Páll ágætis fyrirlestra um hvers vegna ætti að leggja niður Ríkissjónvarpið, fyrir alla þá er heyra vildu.
Enginn Adolf!
Ekkert er betra en að heyra ástkæra og ylhýra íslenskuna, við flughlið nr. 26, þegar maður hefur verið nokkra daga á erlendri grund - og er á leiðinni heim. Þegar ég heyri móðurmálið á ný skil ég ættjarðarljóðin þúsund og fimmtíu svo vel. Þá veit ég að ég er aðeins nokkur skref frá "heim". Heima er best.
_________
Fátt hefur breyst á einum mánuði. Fjölmiðlar eru í alvörunni ennþá að velta því fyrir sér hvað hjáseta þremenningana í VG þýðir "raunverulega" fyrir ríkisstjórnina.
_________
Páll Magnússon er raunverulega búinn að fatta hvað það er skítt að RÚV sýni ekki handboltaleiki í beinni útsendingu. Þegar það var ljóst fyrst varð ég fyrir talverðum vonbrigðum. Þá gerði Páll pirringslegar athugasemdir við sjónvarpsstöðina Stöð 2, en útskýrði ekki af hverju RÚV hefði misst af sjónvarpsréttinum. En horfum á björtu hliðarnar! Enginn Adolf Ingi! (hvaðan kom hann?).
_________
Einu sinni var Páll reyndar með rúmlega tvítugan mann í vinnu bakvið tjöldin við að reyna að fá GettuBetur yfir á Stöð 2 - þá flutti Páll ágætis fyrirlestra um hvers vegna ætti að leggja niður Ríkissjónvarpið.....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)