Einhver sætur "verslunargúrú" var í fréttunum núna nýverið. Hann talaði um jólaverslun færi ekki nógu vel af stað og fyrst og fremst væri um að kenna verlsunarferðum til útlanda sem og mikilli vefverslun - sennilegast af kínverskum vefverslunum.
Það var ýmislegt sem ég staldraði við í málflutningi hans.
a) Íslensk verslun býður upp á svo léleg kjör að íslenskir neytendur eru tilbúnir að bíða eftir vöru í 2-4 vikur til þess að fá betra verð.
b) Íslendingar hafa minna á milli handanna til að versla sér fatnað.
c) Hátt vaxtastig, óhagkvæmt húsnæði og innkaup íslenskra verslana eru ekki nógu hagkvæm.
"Verslunargúrúinn" vildi sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir frjálsa verslun neytenda við útlönd, en lagði þó ekki til neina sérstaka aðgerð eða aðferð til úrbóta. Í raun ætti hann að hafa kvartað yfir vaxtastigi og ekki nægilega góðum íslenskum kaupmönnum í viðtalinu.
*En getur einhver sagt mér hvernig Hagstofan mælir ábata neytenda af vefverslun við útlönd inn í neysluverðsvísitöluna til lækkunar verðbólgu?
miðvikudagur, 18. desember 2013
mánudagur, 16. desember 2013
Geðklofa málflutningur ASÍ
Forystan í ASÍ er að sýna getuleysi sitt ár eftir ár. Það er engin dýnamík lengur í starfinu. Starfinu sem snýst orðið meira og minna um að gæta hagsmuna (lífeyris)sjóða sem eiga að skila sem hæstri ávöxtun. Risasjóðir sem reknir eru sem kapítalískir skriðdrekar í höftum, geta varla átt neina sameiginlega hagsmuni við launafólk í landinu. Þetta er eins og að vera samkynhneigður karlmaður í fjölkvæni við hóp kvenna - er bara svo langt frá því að hollt og gott. Að ætla sér að gæta hagsmuna "ávöxtunarsjóða" og á sama tíma hagsmuna launafólks, þetta er súpa sem getur ekki bragðast vel.
Ávöxtunarsjóðirnir (lífeyrissjóðirnir) eiga stór fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa þá hagsmuni að greiða sem allra lægst laun, og sömu menn eru að gæta hagsmuna þessara sjóða og launafólksins. Það er eins og Íslendingum hafi tekist að smíða óendanlega mikið af ósnertanlegum kerfum, sem allir láta eins og séu bara í lagi - en eru svo bara andþjóðfélagsleg þegar betur er að gáð.
Það yrði fyndið að skipta ASÍ í tvær áróðursdeildir, önnur talaði fyrir hagsmunum lífeyrissjóðanna og ynni að eins góðri ávöxtun og hægt væri. Hin deildin gæti þá talað fyrir hagsmunum launamanna. Mikið er öruggt að algjört ósamræmi væri í áróðurstextanum. Málflutningurinn yrði geðklofa.
Ávöxtunarsjóðirnir (lífeyrissjóðirnir) eiga stór fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa þá hagsmuni að greiða sem allra lægst laun, og sömu menn eru að gæta hagsmuna þessara sjóða og launafólksins. Það er eins og Íslendingum hafi tekist að smíða óendanlega mikið af ósnertanlegum kerfum, sem allir láta eins og séu bara í lagi - en eru svo bara andþjóðfélagsleg þegar betur er að gáð.
Það yrði fyndið að skipta ASÍ í tvær áróðursdeildir, önnur talaði fyrir hagsmunum lífeyrissjóðanna og ynni að eins góðri ávöxtun og hægt væri. Hin deildin gæti þá talað fyrir hagsmunum launamanna. Mikið er öruggt að algjört ósamræmi væri í áróðurstextanum. Málflutningurinn yrði geðklofa.
sunnudagur, 15. desember 2013
Glæpastefna ríksins
Svo virðist vera sem Alþingi Íslendinga líti á nauðganir, limlestingar, hrottafengið ofbeldi og morð nokkuð léttvægum augum. Sé litið til refsiramma og dóma héraðsdóma sem og hæstaréttar í þessum málaflokkum þá verður ekki annað séð en að þingmenn undangenginna ára séu nokkuð sáttir við þá dóma sem hafa fallið undanfarin ár. Því sárafáar úrbætur hafa verið gerðar ef hórerí er undanskilið, sem án vafa telst til léttvægari glæpa.
Þrátt fyrir að þegnar samfélagsins hafi reglulega látið í sér heyra vegna vægra refsinga í mörgum málum þá hefur gagnrýni helst beinst að dómstólum landsins. Alþingismenn verða að bregðast við með breyttri og harðari löggjöf séu þeir því fylgjandi að herða refsingar í fyrrnefndum málaflokkum.
Ég trúi því varla að margir helstu kvenréttindafrömuðir landsins, sem nú sitja margir hverjir á þingi, muni láta það óhreift að við barnaníð og nauðgunum liggi allt að því eingöngu skilorðsbundið fangelsi - eða þægileg betrunarvist í styttri tíma. Eins og staðan er núna þurfa nauðgarar nánast að ganga að konum dauðum án iðrunar til að hreyfa við þyngri dómum.
Gæti það verið að Alþingi Íslendinga geri ekki nóg til að draga úr ofbeldinu?
Ég er ekki að tala um að dómskerfið eigi að verða miskunnarlaust gagnvart unglingum og rónum - heldur að þingmenn sjái til þess að refsingar hæfi efninu. Glæpastefnu ríkisins þarf að endurskrifa.
Þrátt fyrir að þegnar samfélagsins hafi reglulega látið í sér heyra vegna vægra refsinga í mörgum málum þá hefur gagnrýni helst beinst að dómstólum landsins. Alþingismenn verða að bregðast við með breyttri og harðari löggjöf séu þeir því fylgjandi að herða refsingar í fyrrnefndum málaflokkum.
Ég trúi því varla að margir helstu kvenréttindafrömuðir landsins, sem nú sitja margir hverjir á þingi, muni láta það óhreift að við barnaníð og nauðgunum liggi allt að því eingöngu skilorðsbundið fangelsi - eða þægileg betrunarvist í styttri tíma. Eins og staðan er núna þurfa nauðgarar nánast að ganga að konum dauðum án iðrunar til að hreyfa við þyngri dómum.
Gæti það verið að Alþingi Íslendinga geri ekki nóg til að draga úr ofbeldinu?
Ég er ekki að tala um að dómskerfið eigi að verða miskunnarlaust gagnvart unglingum og rónum - heldur að þingmenn sjái til þess að refsingar hæfi efninu. Glæpastefnu ríkisins þarf að endurskrifa.
fimmtudagur, 28. nóvember 2013
Páll postuli
Rúv niðurskurðurinn hefur tekið á sig nýja mynd. Sagt er frá orðaskiptum Helga Seljan og Páls Magnússonar, úvarpsstjóra í þessari frétt á Visir.is.
Helgi Seljan gerði það sem margir hafa gleymt í umræðunni. Hann bendir á þá staðreynd að Páll fer þá leið að leggja upp í pólitíska refskák við yfirboðara sína. Páll fer þá leið að skera niður í útgjöldum með því að segja upp sem flestum dagskrárgerðarmönnum og uppsagnirnar eiga að mæta nær allri skerðingu á tekjum stofnunarinnar. Ekkert langtímaplan er lagt fram, engin ráðagerð um hvernig mæta eigi niðurskurðinum og mæta samt lögbundnu hlutverki. Það myndu allir góðir stjórnendur gera. Páll Magnússon hagar sér slóttuglega og má líkja niðurskurðaraðgerðum hans við það þegar stjórnandi spítala leggur niður bráðaþjónustu til að skapa pólitískan þrýsting.
Umræðan um ríkisútvarpið og niðurskurðinn þar er um margt farin að snúast um hverja hefði frekar átt að reka, hverjir eru skítseyði og um það hverju einstakir þingmenn hafa "hótað" í gegnum tíðina.
Nú vil ég benda á hið augljósa. Til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt þá þarf Rúv ekki að reka dægurflugu útvarpsstöðvar á borð við Rás 2, einfalt hefði verið að leggja hana niður tímabundið - eða alveg. Fréttatíma útvarps,veðurfréttir og landsmál væri vel hægt að spila og ræða á gömlu gufunni og endurspila á netinu. Hægt væri að sjá fyrir sér að stjórnendur Rúv hætti innkaupum á erlendu sjónvarpsefni, og hættu tímabundið að ráða inn í stöður sem losna. Með þeim hætti hefði mátt semja um hægfarari niðurskurð og sársaukaminni fyrir starfsmenn.
Páll Magnússon kaus hins vegar að fara í pólitískan þrýsting af gamla skólanum. Segja má að viðhorf hans hafi heldur betur breyst frá því hann hélt langa og sannfærandi fyrirlestra á árunum 1997-2000 um það hvernig leggja ætti Ríkisútvarpið niður. Þá vann hann reyndar fyrir Jón Ólafsson á Íslenska Útvarpsfélaginu.
Helgi Seljan gerði það sem margir hafa gleymt í umræðunni. Hann bendir á þá staðreynd að Páll fer þá leið að leggja upp í pólitíska refskák við yfirboðara sína. Páll fer þá leið að skera niður í útgjöldum með því að segja upp sem flestum dagskrárgerðarmönnum og uppsagnirnar eiga að mæta nær allri skerðingu á tekjum stofnunarinnar. Ekkert langtímaplan er lagt fram, engin ráðagerð um hvernig mæta eigi niðurskurðinum og mæta samt lögbundnu hlutverki. Það myndu allir góðir stjórnendur gera. Páll Magnússon hagar sér slóttuglega og má líkja niðurskurðaraðgerðum hans við það þegar stjórnandi spítala leggur niður bráðaþjónustu til að skapa pólitískan þrýsting.
Umræðan um ríkisútvarpið og niðurskurðinn þar er um margt farin að snúast um hverja hefði frekar átt að reka, hverjir eru skítseyði og um það hverju einstakir þingmenn hafa "hótað" í gegnum tíðina.
Nú vil ég benda á hið augljósa. Til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt þá þarf Rúv ekki að reka dægurflugu útvarpsstöðvar á borð við Rás 2, einfalt hefði verið að leggja hana niður tímabundið - eða alveg. Fréttatíma útvarps,veðurfréttir og landsmál væri vel hægt að spila og ræða á gömlu gufunni og endurspila á netinu. Hægt væri að sjá fyrir sér að stjórnendur Rúv hætti innkaupum á erlendu sjónvarpsefni, og hættu tímabundið að ráða inn í stöður sem losna. Með þeim hætti hefði mátt semja um hægfarari niðurskurð og sársaukaminni fyrir starfsmenn.
Páll Magnússon kaus hins vegar að fara í pólitískan þrýsting af gamla skólanum. Segja má að viðhorf hans hafi heldur betur breyst frá því hann hélt langa og sannfærandi fyrirlestra á árunum 1997-2000 um það hvernig leggja ætti Ríkisútvarpið niður. Þá vann hann reyndar fyrir Jón Ólafsson á Íslenska Útvarpsfélaginu.
sunnudagur, 24. nóvember 2013
Grobbelaar stjórnmálanna
Hvaða fótboltaáhugamaður man ekki eftir Bruce Grobbelaar? Hann varði mark Liverpool, til margra ára.
Hann var alltaf skúrkur, eða hetja. Hann var aldrei neitt þar á milli. Meðalmennskan átti aldrei við hann. Annað hvort fékk hann hræðilega dóma, eða var talinn bjargvættur helgarinnar. Að vísu var hann frekar lúnkinn, hefði annars aldrei spilað með slíku liði.
Nákvæmlega svona sýnist mér umtalið vera um Sigmund Davíð. Hann virðist vera Grobbelaar stjórnmálanna.
Hann var alltaf skúrkur, eða hetja. Hann var aldrei neitt þar á milli. Meðalmennskan átti aldrei við hann. Annað hvort fékk hann hræðilega dóma, eða var talinn bjargvættur helgarinnar. Að vísu var hann frekar lúnkinn, hefði annars aldrei spilað með slíku liði.
Nákvæmlega svona sýnist mér umtalið vera um Sigmund Davíð. Hann virðist vera Grobbelaar stjórnmálanna.
þriðjudagur, 19. nóvember 2013
Færeyskur borgarstjóri?
Borgarpólitíkin er skrítin. Nú er búið að kynna til leiks
Vestfirðing sem aðal hugsjónamann Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Á sama tíma
kemur til greina að týna fram rykfallinn frakka í eigu Framsóknarflokksins,
sérstakan kaftein landbúnaðarhagsmuna, sem borgarstjóraefni. Andstæðurnar eru
kómískar.
Það hlýtur að vera Reykvíkingum áhyggjuefni að
aðalhugsjónamenn borgarsamfélagins hafi verið átthagameistarar annars staðar á
landinu til þessa. Snýst pólitíkin í Reykjavík ef til vill minna um hugsjónir
en völd?
Verður borgarstjóraefni Vinstri Grænna kannski frá Færeyjum?
mánudagur, 28. október 2013
Popplandsliðið í Kolgrafarfjörð
Ég er náttúruverndarsinni. Ég elska náttúruna. Ekkert veitir mér meiri fróun en útivera í fallegri náttúru, kyrrð og dýralífi.
Gálgahraunið þekki ég ekki neitt. Veit bara að það er til mikið af hrauni um allt land með slatta af mosa. Helstu náttúruverndarsinnar landsins létu sig ekki vanta þegar jarðýta Íslenskra aðalverktaka var ræst í gang á dögunum þarna í þéttbýlinu. Þetta er öflug sveit mótmælenda og kröftug.
Á sama tíma er síld að synda inn í Kolgrafarfjörð til að deyja í boði Vegagerðarinnar. Mikið vildi ég að landslið poppara og bloggara hefði tíma til að halda ball og poppa eftir aðgerðum í Kolgrafarfirði. Þar sem þegar hefur orðið stórslys eftir inngrip Vegagerðar ríkisins í náttúru fjarðarins, og stefnir í fleiri.
Gálgahraunið þekki ég ekki neitt. Veit bara að það er til mikið af hrauni um allt land með slatta af mosa. Helstu náttúruverndarsinnar landsins létu sig ekki vanta þegar jarðýta Íslenskra aðalverktaka var ræst í gang á dögunum þarna í þéttbýlinu. Þetta er öflug sveit mótmælenda og kröftug.
Á sama tíma er síld að synda inn í Kolgrafarfjörð til að deyja í boði Vegagerðarinnar. Mikið vildi ég að landslið poppara og bloggara hefði tíma til að halda ball og poppa eftir aðgerðum í Kolgrafarfirði. Þar sem þegar hefur orðið stórslys eftir inngrip Vegagerðar ríkisins í náttúru fjarðarins, og stefnir í fleiri.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)