mánudagur, 2. febrúar 2009

Ef ég HEFÐI, þá HEFÐI

Í Fréttablaðinu í dag ræði Árni M. Mathiessen um hvernig hann HEFÐI lagt fram frumvarp ef hann HEFÐI verið í ríkisstjórn sem HEFÐI fjallað um útgreiðslu aukalífeyrissparnaðar, sem hann HEFÐI lagt fram í dag.

Kannski HEFÐI hann fengið tækifæri til þess ef hann HEFÐI gert eitthvað fyrr í málum sem HEFÐI þurft að afgreiða sem fyrst.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla rétt að vona að Árni hafi munað eftir því að fara með "möntruna" um sundurlyndi, ósamstöðu og stjórnleysi í röðum Samfylkingarfólks (einkum á meðan formaðurinn var í Svíþjóð). Það er nefnilega afar mikilvægt að allir þeir sem koma fram fyrir hönd "Flokksins" fari með þessa "möntru" svo hæg sé að búa til góð kjörorð fyrir næstu kosningar.

Nafnlaus sagði...

Það verður fróðlegt að sjá hvaða "mannvitsbrekkum" sunnlenzkir sjálfstæðismenn tefla fram í næstu kosningum.

Ætla þeir að láta Árnana duga áfram?!

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn verður af mínu atkvæði í Suðurkjördæmi í fyrsta skipti síðan ég fékk kosningarétt ef Árni verður í framboði - þá sama fyrir hvaða kjördæmi.

Nafnlaus sagði...

Sástu Jóhönnu í gær
Hversu oft sagði hú
Erum að skoða, verður skoðað ?

Hvað hefur hún verið að gera farm að þessu.

Jú skoða.

Króna/EURO