föstudagur, 6. febrúar 2009

Gjaldþrota Kaupfélag?

Það riðar víst flest til falls.

Nú berast um það óljósar fréttir í bænum mínum að kaupfélagsstjóri KHB hafi sagt upp störfum í gær og að í gærkvöldi hafi öllum starfsmönnum í Samkaupum hér fyrir austan verið sagt upp störfum. Staða þess starfsfólks sé óljós, jafnvel standi til að endurráða það á lakari kjörum - reyndar telja sumir kjörin geti ekki orðið lakari en nú.

Kaupfélagið hérna hefur átt á vandræðum í talsverðan tíma. Upphaflega var það samvinnufélag bænda sem hefur þróast síðustu ár út í að þjónusta allar aðrar atvinnugreinar en landbúnaðinn. Mjólkurstöðin var seld og Sláturhúsið varð að engu. Eftir stóð rekstur bensínstöðvar, verslana um allt Austurland og kaup á stærsta verktakafyrirtæki Austurlands, sem varð svo gjaldþrota fyrir stuttu.

Sagan virðist því miður ein sorgarsaga undanfarin ár og enginn veit svosum hvort KHB heldur lífi eða ekki. Skvaldrið í bænum segir þá sína sögu um erfiða stöðu KHB, sem hefur þróast úr því að vera Samvinnufélag bænda yfir í eitthvað allt annað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nákvæmlega þetta sem hefur komið óorði á samvinnuhreyfinguna á Íslandi. Þegar samvinnufélög með afmarkað hlutverk fara að verða eitthvað allt annað, þ.e. starfa eins og almenn fjárfestingafélög.

Króna/EURO