miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Merki um stöðugleika?

Þetta er áhugaverð færsla hjá honum nafna mínum. Ef við spáum sérstaklega í þingmannatölu Austurlands, þá sækjast þeir allir eftir endurkjöri utan Valgerði Sverrisdóttur.
Staðan í dag virðist svo í Norðaustur-listamálum:

Sjálfstæðisflokkur
Kristján Þór Júlíusson - Sækist einn eftir 1. sæti D-lista.
Arnbjörg Sveinsdóttir - Sækist eftir 2. sæti D-lista.
Ólöf Nordal - Mun að öllum líkindum sækjast eftir 2. til 3. sæti.

Framsókn
Valgerður fer út.
Birkir Jón Jónsson - Sækist eftir 1. sæti B-lista.
Höskuldur Þórhallsson - Sækist líklegast eftir 1. sæti B-lista.
Huld Aðalbjarnardóttir - Sækist líklegast eftir 3. sæti B-lista.

Vinstri grænt
Steingrímur Joð - Sækist eftir því fyrsta.
Þuríður Bachman - vill vera í öðru sæti.
Hlynur Hallsson - vill annað sætið.

Samfylking
Kristján Möller - ætlar í fyrsta
Einar Már Sigurðar - ætlar í annað
Benedikt Sigurðar - gæti viljað í annað
Sigmundur Ernir - vill í annað

Þannig að ef hinir "geysisterku" þingmenn Norðausturlands halda í sætin verður 10% endurnýjun á þingmannaliði kjördæmisins. Það er væntanlega hin "GRÍÐARLEGA" endurnýjun sem við viljum sjá.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefur ekki Hlynur Hallsson lýst yfir áhuga á öðru sæti hjá VG? Mig minnir það.

Einar sagði...

Ég uppfæri... sorrí.

Nafnlaus sagði...

"Hreinsanir", "Uppstokkun", "Nýja Ísland".

Allt saman klassískir frasar Vinstri-manna á Íslandi , en hverjir eru það svo sem endurnýja sig ?

Það eru allaveganna ekki þeir sem mest gjamma um endurnýjun á Alþingi. (Lesist Samfó og VG).

Enda yfirleitt orðin tóm sem frá þessum flokkum koma... hræsni er líklega rétta orðið.

Einar Jón sagði...

Á þessum hraða náum við fullkominni endurnýjun á 40 árum...

Viltu hraðari breytingar en það?

Unknown sagði...

Endurnýjunin gæti reyndar orðið mun hraðari og skilvirkari ef að flokksmeðlimir greiða fyrir nýjum einstaklingum í prófkjöri flokkanna. Að því gefnu að allir flokkar standi fyrir opnu prófkjöri í öllum kjördæmum en stilli ekki upp á lista.

En þá þurfa líka nýjir einstaklingar að bjóða fram þátttöku sína á vettvangi stjórnmálanna og kjósendur jafnframt að gefa þeim tækifæri á að spreyta sig.

Einar sagði...

Ég er afar ánægður með að þú skulir komast að kjarna málsins, Jón Hnefill.

Nafnlaus sagði...

Hlynur Hallson gefur kost á sér í 1-3 sæti á lista vg. Auk Þess hafa gefið kost á sér í annað sætið þau Bjarkey Gunnarsdóttir og Björn Valur Gíslason.

mbk. Þórunn

Króna/EURO