miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Að missa kíló

Skellti mér í heilsabótargöngu síðdegis í gær. Ég gekk í suðurátt á þjóðvegi eitt öruggum og taktföstum skrefum í átt að hesthúsi Stefáns, hvar ég ríð út frá.

Ég hugðist ná mér í aukalega hreyfingu til að reyna að losa nokkur grömm frá kílóunum hundrað og fjórum. Talsverð umferð er á Vallavegi á þessum tíma, þar eð fólk keyrir heim frá vinnu og sumir til tómstunda í sveitinni.

Á þessari göngu minni hitti ég mikið af fólki. Þetta fólk átti allt sama erindi við mig. Það stöðvaði allt bifreiðar sínar, smellti í bakkgír og athugaði hvað hefði eiginlega komið fyrir. Hvort Einsa vantaði far. Það hafði enginn séð mig ganga heilsubótargöngu áður. Töldu líklegra að bíllinn minn hefði bilað, eða að ég hefði dottið af baki einhversstaðar. Enda var ég ákaflega sveitalega til fara, og algjörlega laus við Nikegalla eða

Ég vil nota tækifærið og þakka fjölmörgum velgjörðarmönnum og konum fyrir hugulsemina, um leið og ég staðfesti að næstu daga mun mér bregða fyrir fótgangandi á Vallavegi án þess að hafa lent í slysi.

7 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Hvað ertu hár?

Nafnlaus sagði...

Æ komdu frekar bara í spinning á morgnana - ég man örugglega ekki næst að þú ert í heilsubót...

Einar sagði...

Gústi, ég neita að gefa það upp :)

Einhvern tímann heyrði ég samt sagt að vöðvar vigtuðu meir en spik.....

Ágúst Borgþór sagði...

Maður sem hreyfir sig ekki er varla með mikla vöðva? Þú ert annars að lýsa kunnuglegu vandamáli ef þetta er vandamál.

104 þurfa ekki að vera svo mikið nema menn séu 170 t.d.

Einar sagði...

Okei. Ágúst það viðurkennist hér með að ég er 189cm - með ca. 15 aukakíló, og tilbúinn í bekkpressukeppni hvenær sem er :)

Ágúst Borgþór sagði...

Ég er lélegur í bekkpressu og líklega aðeins feitari en þú miðað við þetta. En ég get samt hlaupið 10 kílómetra á 56 mínútum.

Annars held ég að sé best að halda bara í horfinu ef staðan er svona.

Nafnlaus sagði...

haha Einar heldur áfram að miða við hæðarmælinguna þegar hann fór á háum hælum og lét mæla sig

Króna/EURO