föstudagur, 6. febrúar 2009

Seinni Sigmundur

Þessi frétt á DV.is er ansi hreint stórfengleg.

Sigmundur Ernir á leiðinni í framboð í Norðausturkjördæmi. Hef ekki séð hann bregða fyrir fæti á Austurlandi síðan hann var í þættinum Á Líðandi Stundu með Ómari Ragnarssyni. Ákvörðun hans um framboð í Norðausturkjördæmi er helst skiljanleg í ljósi þess að þar er kannski ekki beint um auðugan garð að gresja hvað varðar styrk frambjóðenda. Kristján Möller hefur þótt ágætur samgönguráðherra fyrir kjördæmið, en manni heyrist Einar Már Sigurðarson vera í veikari kantinum, að mati Akureyringa og Héraðsmanna. Hann hafi einfaldlega ekki staðið undir væntingum félagsmanna síðastliðin misseri.

Ef ég skil málin rétt í Norðausturkjördæmi, þá mun Benedikt Sigurðarson aðjúnkt gefa kost á sér í fyrsta sætið. Samkvæmt því sem maður heyrir á götunni þá gætu margir hugsað sér Aðjúnktinn mjög ofarlega á listanum. Þess vegna muni Einar Már eiga mjög undir högg að sækja, og hann megi teljast heppinn ef hann nær að leggja Aðjúnktinn í keppni um annað sætið. Flestir eru sammála um að Möllerinn haldi fyrsta sætinu.

Sigmundur Ernir gæti því flækt stöðuna eilítið. Ferill hans í fjölmiðlum gefur honum sjálfsagt það forskot að þurfa sáralítið að kynna eigin persónu. Málefnin eru hins vegar flókin í Norðausturkjördæmi og byggja að mestu leyti á flókinni samsetningu á hugðarefnum kjósenda, sem munu vera vegamál, jarðgangnamál, nýting orkuauðlinda, álver, olíuauðlindir á Drekasvæðinu, sjávarútvegsmál og gífurleg reiði. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Sigmundi tekst að lesa í hvernig best er að tala á mjög mismunandi hátt í flokksfélögum Samfylkingar í norðaustur.

Það gæti því orðið niðurstaðan að ef Sigmundur fer fram í Norðaustur fyrir Samfylkingu, frekar en Framsóknarflokk í Suður, að Kristján Möller verði í fyrsta sæti, Benedikt Sigurðarson í öðru sæti, Sigmundur Ernir í þriðja sæti og Einar Már Sigurðarson í fjórða sæti.
________________

Spurning hvort Sigmundurnafnið verði samnefnari fyrir skjótan árangur í pólítík. Það er þó ljóst að seinni Sigmundur er ekki beint kallaður inn af götunni.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að þeir Kristján og Einar slepptu því að gefa kost á sér?

Nafnlaus sagði...

Þú ert að gleyma kynjakvótum Samfylkingar, sem munu tryggja konu í amk 3ja sætið.

Nafnlaus sagði...

Bensi kallinn hefur nú verið býsna brokkgengur.
Hann átti skrautlegan feril í Barnaskóla Akureyrar, en hraktist þaðan.
Þá reyndi hann fyrir sér hjá KEA sem stjórnarformaður. Lék af sér þar og var skilað.
Nýjast hefur hann sinnt Búseta á Akureyri. Þar hefur verið teflt djarft og staðan orðin tvísýn, sem og kannski í nýja húsinu sem er í byggingu.
Það varpar e.t.v. svolitlu ljósi á bartáttu hans gegn verðtryggingunni, sem einkennst hefur af lýðskrumi.
Hann er metnaðarfullur, mælskur og hefur lengi gengið með þingmann í maganum.

Nafnlaus sagði...

Fjórir karlmenn í fjögur efstu sæti er ekki hægt nema vantsgangi þeirra sé breytt.

Nafnlaus sagði...

1. Kristján Möller
2. Benedikt Sigurðsson
3. Lára Stefánsdóttir
4. Sigmundur Ernir
5. Einar Már Sigurðsson

Þetta er þó kannski full norðlenskur framboðslisti fyrir austrið...

Unknown sagði...

Réttast væri að Einar og Kristján myndu báðir ekki bjóða sig fram þar sem þeir eru báðir búnir að gera í buxurnar og þá sérstaklega Einar sem virðist vera algerlega ónýtur. Hann fer sennilega á hilluna sem geymir þingmenn sem enginn veit hverjir eru.
Möllerinn ætti bara að opna Siglósport aftur hann var nokkuð góður þar.

Það verður náttúrulega á vissan hátt kómískt ef norðlendingar og austfirðingar munu meta stöðuna þannig að hag þeirra og landsins verði best borgið með því að kjósa Sigmund Erni mann sem búsettur hefur verið í Reykjavík áratugum saman.
Lára hefur sem betur fer gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir sæti á lista.
Bensi er ákveðið spurningarmerki þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar þrátt fyrir að vera á tíðum málefnalegur og drífandi.

Það þarf nýtt blóð inná þennan lista þá meina ég blóð sem hefur í það minnsta komið á norður og austurland síðustu áratugina til annars en að fara á skíði eða á stjórnarfundi leikfélags.

Einar sagði...

Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á að hafa gleymt kynjakvótanum og Láru Stefánsdóttir. Spáin um að Lára verði í þriðja er alls ekki ólíkleg. :)

Mastro Titta sagði...

Þetta er rétt hjá Páli varðandi Láru, hún hefur gefið það út að hún stefni ekki á framboð. Þá vantar konu, helst af Austurlandi.

Nafnlaus sagði...

Legg til að Kristján og Einar fari í frí.

Nafnlaus sagði...

Bensi er að mínu mati aðallega kjaftaskur....hefur ekki þann sjarma sem þarf. Sammála því að það þurfi nýtt blóð og leggja alveg þeim gömlu. Jónína Rós er frábær og frambærileg kona. Ég vil hvetja hana í 1 sætið !!!

Nafnlaus sagði...

Benedikt kostaði miklu til seinast en fékk skell. Af hverju á hann meiri möguleika nú?

Króna/EURO