þriðjudagur, 28. apríl 2009

Gamla verðið á smábátum

Í dag heyrði ég tvö ný hugtök sem tengjast fyrirætlunum Steingríms Joð um frjálsar handfæraveiðar, þ.e. :

"Nýja verðið á bátum." og "Gamla leiguverðið á kvóta." 

Þessi nýju hugtök útskýrði stoltur smábátasjómaður fyrir mér.

Greinilegt að menn eru farnir að undirbúa sig í landsins "krummaskuðum" að hala inn þann gula með berum höndum í sumar. Og sumir búnir að fjárfesta þannig að eins gott er fyrir Steingríminn að standa við sinn hluta af samkomulaginu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Næsta sumar

Króna/EURO