miðvikudagur, 8. apríl 2009

Gylfi! Ekki koma heim

Þess frétt vekur spurningar um orsakatengsl.

Ég man þá ljóslifandi er það gerðist að meistara Geir H. Haarde lokaði Nasdaq markaðnum með því að hringja kúabjöllum - þá er Haarde kom heim nokkrum dögum síðar, þá hrundi íslensk fjármálastarfsemi til grunna, og jafnvel niður fyrir sjávarmál.

Nú þáði hinn geðþekki ráðherra Gylfi Magnússon áþekkt boð, og hringdi sömu kúbjöllu og Haarde. Og þá er spurning hvað gerist þegar Gylfi kemur heim? Hvað hrynur þá? Hvað ef skyldu vera orsakatengsl?

Ég segi því: "Í þjóðarþágu, Gylfi, ekki koma heim á næstunni. Bara svona til öryggis."

:)

Engin ummæli:

Króna/EURO