þriðjudagur, 21. apríl 2009

Í bið

Undanfarin tvö misseri hafa verið skrítin. Margir sem ég þekki hafa verið að BÍÐA. BIÐIN byrjaði við fall bankana. Þá var BEÐIÐ eftir næsta fréttamannafundi sama dag.

Smám saman breyttist BIÐIN, og flestir fóru að BÍÐA eftir vikulegum fréttamannafundi. Þar sem líklega yrði tilkynnt um aðgerðir.

Svo skapaðist sátt um að BÍÐA "róleg" yfir jólin. Eftir jólaBIÐ yrði búið að kokka saman töfralausn. JólaBIÐIN var hvað lengsta BIÐIN fram að þeim tíma. Að loknum jólum trylltust margir, því BIÐIN hafði engu skilað.

Svo varð sátt um að ný ríkisstjórn vinstri flokka og framsóknar fengi BIÐtíma til að koma lausnum sínum í framkvæmd. Og enn um sinn urðu allir sem ég þekki fyrir vonbrigðum - þrátt fyrir nokkra BIÐ kom engin töfralausn.

Nú BÍÐA allir sem ég þekki eftir kosningum. Að loknum kosningum verði mynduð svo öflug ríkisstjórn að hún hljóti að verða með töframátt. Svo öflugur er máttur BIÐARINNAR telja margir.

Ég les hins vegar úr þessari tveggja missera BIÐ að töfralausnin er ekki til. Allar okkar lausnir og leiðir hljóta að byggjast á þrotlausri vinnu, áræðni og útsjónasemi - og ekkert af þessu þrennu er kastað fram úr erminni.

Það verður víst að byggja hið nýja Ísland upp í rólegheitum, því það gæti nú verið að nýjar töfralausnir kölluðu á nýjar bólur. Mér finnst bara ágætt að BÍÐA meðan að gömul graftarkýli eru kreist...... eða svoleiðis.... aðeins þannig hljótum við að horfa fram á bólulaust andlit....??

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegur pistill. Upplifði líka þessa endalausu bið. En þarf að horfast í augu við núið. Og það er ekki hægt á sama tíma. En krafturinn liggur í núinu, vonlausið er í biðinni.

Króna/EURO